Search
Close this search box.

Auglýsing um forval VG í Suðurkjördæmi.

Deildu 

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Suðurkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum á lista hreyfingarinnar í kjördæminu fyrir komandi þingskosningar í haust.

Framboðsfrestur rennur út á miðnætti, mánudaginn 8. mars 2021.

Þau sem gefa kost á sér skulu tilkynna það skriflega til kjörstjórnar í tölvupósti á netfangið sudur@vg.is.  Einnig er hægt að stinga upp á frambjóðanda með ábendingu til kjörstjórnar, sem leitar þá eftir samþykki þeirra sem bent hefur verið á.

Óháð forvalinu er mögulegt að gefa kost á sér í sæti 6 – 20.

Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram á lista VG í Suðurkjördæmi í sæti 6 – 20 eða vilt benda á einhvern sem þér líst vel á, sendu póst á sudur@vg.is fyrir miðnætti, 21. apríl.

Öll þau sem áhuga hafa á að koma hugsjónum VG um kvenfrelsi, félagslegan jöfnuð, umhverfisvernd og friðarstefnu í framkvæmd eru hvött til að gefa kost á sér.

Forvalsreglur og lög VG má nálgast á vef Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vg.is

Kosningin er rafræn og stendur frá miðnætti 10. apríl – 12. apríl klukkan 17.00,  2021 en kjördæmisstjórn Suðurkjördæmis annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni og fundum.

Til að kjósa í forvalinu þarf að:

– vera félagi í Vg, það er gert með því að skrá sig á heimasíðu www.vg.is.

– til að fá að kjósa í forvalinu þarf að skrá sig fyrir 31. mars.

– vera með lögheimili í Suðurkjördæmi, eða skráður í VG félag í kjördæminu.

– eiga íslykil eða rafræn skilríki.

–  Kosið er rafrænt á heimasíðu vg.is

Allar nánari upplýsingar veita:

Sæmundur Helgason, formaður kjörnefndar í Vg-Suður í síma 894-0524

eða Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vg í síma 896-1222,

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search