Search
Close this search box.

Aukin tækifæri barna örorkulífeyrisþega

Deildu 

Jöfn tækifæri til menntunar eru einn mikilvægasti þátturinn í að auka jöfnuð í samfélaginu. Fyrir áramótin undirritaði ég reglugerð sem er mikið réttlætismál fyrir samfélagið.


Börnin heima án skerðingar

Hér eftir geta örorkulífeyrisþegar boðið börnum sínum upp að 26 ára aldri að búa heima meðan þau eru í námi, án þess að heimilisuppbót til þeirra skerðist, og án þess að krafa sé um 100% nám barnanna. Þannig eykst jafnrétti til náms óháð bakgrunni, en það hlýtur að vera baráttumál okkar allra að við öll höfum jöfn tækifæri til náms.

Ekki krafa um fullt nám

Í breytingunni felst nefnilega að nú er heimilt að greiða heimilisuppbót til örorkulífeyrisþega þó á heimilinu sé barn eldra en 18 ára í minna en 100% námi. Áður var gerð krafa um fullt nám ungmennis. Á síðustu misserum hafa skref í þessa átt verið tekin, en vorið 2021 gerði fyrrverandi ráðherra breytingar á sömu reglugerð, þar sem örorkulífeyrisþegi gat haldið heimilisuppbót þrátt fyrir að hann deildi heimili með ungmenni í fullu námi undir 26 ára aldri. Fyrir þann tíma féll heimilisuppbót niður ef lífeyrisþegi deildi heimili með ungmenni eldra en 20 ára, þó ungmennið væri í námi.


Mikilvæg skref að auknum jöfnuði

Með þessum breytingum er örorkulífeyrisþegum gert kleift að styðja börn sín til náms með því að leyfa þeim að búa áfram í foreldrahúsum meðan á námi stendur, hvort sem þau eru í fullu námi eða hlutanámi, en nemendur hafa ekki alltaf tök á að stunda fullt nám. Hér eru því stigin mikilvæg skref í átt að auknum jöfnuði til náms óháð bakgrunni.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search