Search
Close this search box.

Bæjarfulltrúi VG á Akureyri talar fyrir auknu samráði við íbúa

Deildu 

Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri og formaður stýrihóps um íbúasamráð var í afar áhugaverðu viðtali á Morgunútvarpinu á Rás 1 í vikunni sem við hvetjum ykkur til að hlusta á. 

Meirihluti Akureyringa vill að nýbyggingar á Oddeyrinni verði mest fjórar hæðir. Ný íbúakosning leiðir það í ljós.

Verktakar sóttu um að byggja hærri byggingar á Oddeyrinni en núverandi aðalskipulag heimilar. Sóley Björk var í upphafi málsins eini bæjarfulltrúinn sem talaði á móti því að nýbyggingarnar yrðu hærri „en þegar umræða fór af stað meðal íbúa þá fóru auðvitað bæjarfulltrúar að hugsa málið og mér finnst mjög eðlilegt að þegar íbúar láta heyra í sér að þá á fólk að hlusta og greinilega gerir það.“

Sóley Björk segist ánægð með þátttöku í íbúakosningunni sem var 26%. Eðlilegt sé í svo afmörkuðu máli að ekki allir hafi skoðun á því. Og sýnir okkur að fólk vill hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Mikilvægast í þessu öllu er að stjórnkerfið sé tilbúið til að breyta verklagi og leggi það á sig að sækja raddir íbúa sem vegna aðstæðna sinna eigi erfitt með að koma skoðunum sínum á framfæri við bæjarfulltrúa. 

„Síðustu tvö ár höfum við verið að prufa okkur áfram með íbúasamráð og fundið út að aðalmálið er að hafa samráð við íbúa á fyrri stigum málsins því ef þú gerir það er ólíklegra að þú gerir mistök og að fjármagn fari til spillis.“

Hér má hlusta á viðtalið

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search