Search
Close this search box.

Bætt geðheilbrigðisþjónusta

Deildu 

Stefna mín sem heil­brigðisráðherra hef­ur verið að efla geðheil­brigðisþjón­ustu og bæta aðgengi að henni um allt land. Það hef­ur verið for­gangs­mál hjá mér að efla hina op­in­beru geðheil­brigðisþjón­ustu og í því skyni hafa fjár­fram­lög verið auk­in og aðgengi að þjón­ustu um allt land verið bætt.

Fjár­fram­lög til geðheil­brigðismála hafa hækkað um rúm­an millj­arð á kjör­tíma­bil­inu. Mest er hækk­un­in inn­an heilsu­gæsl­unn­ar, eða hækk­un um rúm­lega 800 millj­ón­ir króna. Í fjár­auka­lög­um fyr­ir árið 2020 og á fjár­lög­um 2021 var samþykkt 540 millj­óna viðbótar­fjárveit­ing á hvoru ári vegna Covid-19 til að efla þverfag­lega geðheil­brigðisþjón­ustu.

Aðgengi að geðheil­brigðisþjón­ustu hef­ur verið stór­eflt um land allt, til dæm­is í heilsu­gæsl­unni og með starf­semi geðheilsu­teyma. Sál­fræðing­um hef­ur verið fjölgað í heilsu­gæsl­unni úr 33 upp í 66 á kjör­tíma­bil­inu og geðheilsu­teymi um land allt hafa verið fjár­mögnuð og tekið til starfa. Á ár­inu 2020 sinntu teym­in rúm­lega 2.600 manns. Sér­stakt geðheilsu­teymi fyr­ir fanga hef­ur tekið til starfa og sér­stakt geðheilsu­teymi fyr­ir fjöl­skyld­ur. Nú í janú­ar ákvað ég að veita Heil­brigðis­stofn­un Aust­ur­lands 17 millj­óna króna viðbótar­fjárfram­lag til að efla geðheil­brigðisþjón­ustu í þágu íbúa Seyðis­fjarðar í kjöl­far ham­far­anna sem þar urðu 18. des­em­ber síðastliðinn.

Sam­ráð við not­end­ur geðheil­brigðisþjón­ustu hef­ur verið aukið á kjör­tíma­bil­inu. Föst­um sam­ráðsfund­um með not­end­um og veit­end­um geðheil­brigðisþjón­ustu og full­trú­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins var komið af stað árið 2018 og til að bregðast sér­stak­lega við aðstæðum tengd­um Covid-19 var í apríl 2020 í heil­brigðisráðuneyt­inu sett á fót geðráð sem hef­ur það hlut­verk að tryggja sam­hæfða upp­lýs­inga­gjöf til not­enda geðheil­brigðisþjón­ustu. Vegna Covid-19 hafa tveir stýri­hóp­ar verið stofnaðir, ann­ars veg­ar til að vakta geðheilsu þjóðar­inn­ar og hins veg­ar að vakta lýðheilsu þjóðar­inn­ar.

Unnið er að því að draga úr biðlist­um fyr­ir ADHD-grein­ing­ar, bæði hjá börn­um og full­orðnum, í sam­vinnu heil­brigðisráðuneyt­is­ins, Land­spít­ala, ADHD-sam­tak­anna og heilsu­gæsl­unn­ar og fyr­ir­hugað er að inn­leiða geðrækt og for­varn­ir í leik-, grunn- og fram­halds­skól­um í sam­vinnu við mennta­málaráðuneytið.

Geðheil­brigðisþing um stefnu­mót­un og framtíðar­sýn var haldið seint á ár­inu 2020 með á fjórða þúsund þátt­tak­end­um og sú vinna verður notuð sem grund­völl­ur í áfram­hald­andi vinnu að heild­ar­stefnu í geðheil­brigðismál­um til árs­ins 2030 í heil­brigðisráðuneyt­inu. Stefn­an verður byggð á heil­brigðis­stefnu.

Nú hafa verið stig­in stór og mik­il­væg skref í átt að enn öfl­ugri geðheil­brigðisþjón­ustu í minni embætt­istíð. Verk­efn­un­um er þó hvergi nærri lokið og ég mun halda áfram að leggja áherslu á þenn­an mik­il­væga mála­flokk.

Svandís Svavarsdóttir, heil­brigðisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search