EN
PO
Search
Close this search box.

Bætum heilsulæsi

Deildu 

Öflug lýðheilsa er for­senda fyr­ir heil­brigðu og góðu sam­fé­lagi. Góð heilsa og líðan sem flestra leiðir af sér gott sam­fé­lag. Heilsu­læsi er mik­il­væg­ur áhrifaþátt­ur góðrar heilsu, en heilsu­læsi er í stuttu máli geta fólks til að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir um eigið heilsu­far.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in, WHO, skil­grein­ir heilsu­læsi á eft­ir­far­andi hátt: Heilsu­læsi ger­ir fólki kleift að taka já­kvæðar ákv­arðanir. Það fel­ur í sér ákveðið stig þekk­ing­ar, per­sónu­lega færni og sjálfs­traust til að grípa til aðgerða til að bæta heilsu ein­stak­linga og sam­fé­lags­hópa með því að breyta per­sónu­leg­um lifnaðar­hátt­um og lífs­skil­yrðum. Þannig þýðir heilsu­læsi meira en til dæm­is að geta lesið bæk­linga og pantað tíma.

Heilsu­læsi er lyk­ilþátt­ur í því að við náum heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna. Bætt heilsu­læsi leiðir líka til auk­ins jöfnuðar til heilsu, því það leiðir til þess að all­ir sam­fé­lags­hóp­ar hafi aðgang að og getu til að nota heilsu­far­s­upp­lýs­ing­ar á skil­virk­an hátt.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur tekið sam­an aðgerðir sem stjórn­völd geta gripið til til þess að stuðla að bættu heilsu­læsi. Þær aðgerðir eru til dæm­is efl­ing lýðheilsu, að tryggja greiðan aðgang að upp­lýs­ing­um um heilsu­efl­ingu, for­varn­ir, meðferð og áhrifaþætti heilsu. Hlut­verk sam­fé­laga í þessu sam­hengi er að skapa um­hverfi og aðstæður sem stuðla að heil­brigðum lifnaðar­hátt­um, heilsu og vellíðan allra íbúa þar sem holla valið er auðvelda valið. Fé­laga­sam­tök geta einnig haft áhrif, til dæm­is með því að hvetja og styðja við heilsu­hegðun ein­stak­linga og skapa aðstæður sem stuðla að heil­brigðum lifnaðar­hátt­um og höfða til minni­hluta­hópa.

Und­ir Embætti land­lækn­is heyra ýmis verk­efni sem eru til þess fall­in að efla heilsu­læsi. Verk­efnið Heilsu­efl­andi sam­fé­lag hef­ur til dæm­is þann til­gang að efla lýðheilsu og felst í því að sveit­ar­fé­lög, lands­fjórðung­ar, sýsl­ur eða hverfi vinni skipu­lega að því að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyr­ir­rúmi í allri stefnu­mót­un. Önnur verk­efni sem falla und­ir verksvið Embætt­is land­lækn­is sem stuðla að bættu heilsu­læsi eru til dæm­is heilsu­efl­andi skól­ar og söfn­un lýðheilsu­vísa.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram að leggja skuli áherslu á for­varn­ir og lýðheilsu og ég hef lagt sér­staka áherslu á það í embætti heil­brigðisráðherra að tryggja fram­gang verk­efna á því sviði, til dæm­is með því að efla geðheil­brigðisþjón­ustu og leggja áherslu á geðrækt, vímu­varn­ir og skaðam­innk­un. Með því að efla starf á sviði for­varna og lýðheilsu og efla heilsu­læsi drög­um við úr bein­um og óbein­um kostnaði fyr­ir sam­fé­lagið, stuðlum að góðri heilsu og lífs­gæðum lands­manna og tryggj­um góða heil­brigðisþjón­ustu til framtíðar.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search