Á kvenréttindadeginum fögnum við kosningarétti kvenna og þátttöku kvenna í stjórnmálastarfi. Þær breytingar sem konur börðust fyrir og þykja nú sjálfsagðar, eins og leikskólakerfið og fæðingarorlof, kostuðu mikla vinnu og fórnir. Þær konur sem komu Kvennaathvarfinu og Stígamótum á fót unnu einnig þrekvirki og hafa unnið ómetanlegt starf áratugum saman, þegar kemur að því að styðja við brotaþola kynbundins of beldis.
Við sjáum afturför í jafnréttismálum víða um heim vegna COVID-19 faraldursins. Heimilisof beldi hefur aukist um allan heim og hafa Sameinuðu þjóðirnar bent á að heimilisof beldi færist í vöxt þegar konur einangrast með of beldisfullum maka og eiga erfitt með að sækja í þau úrræði sem annars gætu gagnast þeim, til að komast undan of beldismanninum. Hér á landi eru vísbendingar um hið sama og þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda einnig fjölgað.
Kynbundið of beldi er enn þá falið mein í samfélaginu, þrátt fyrir vitundarvakningu síðustu ára. Það býr undir yfirborðinu og þrífst í þögninni. Hjálpsemi, samstaða og stuðningur við náungann hafa einkennt okkur sem samfélag í baráttunni við COVID-19 síðustu mánuði. Mikilvægt er að við stöndum líka saman í baráttunni gegn kynbundnu of beldi og tökum þátt í því að uppræta það.
Þingsályktunartillaga um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu of beldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021 – 2025, var samþykkt á Alþingi í byrjun þessa mánaðar. Með þessari áætlun ætlum við gera tilraun til að uppræta kynbundið og kynferðislegt of beldi, með því að byggja inn í forvarnastefnuna mikilvægan skilning á eðli og afleiðingum of beldis.
Til þess að uppræta samfélagsmein eins og kynbundið of beldi þarf að ráðast í aðgerðir til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Og við eigum magnaðar fyrirmyndir í þeim efnum. Þökkum þeim baráttukonum sem tóku þennan slag fyrir okkur öll og til hamingju með daginn öll.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.