Search
Close this search box.

Baráttan sem flytur fjöll

Deildu 

Kvenna­frí­dag­ur­inn árið 1975 markaði tíma­mót í jafn­rétt­is­bar­átt­unni hér á landi. Kon­ur voru orðnar langþreytt­ar á mis­rétti á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins og því hversu hægt mál­in þokuðust í átt að jafn­rétti. Með fá­heyrðum sam­taka­mætti fluttu þær fjöll, mynduðu sam­stöðu þvert á pól­tíska flokka, stétt og stöðu og vakti það heims­at­hygli þegar 90% ís­lenskra kvenna gengu út af vinnu­stöðum og heim­il­um 24. októ­ber 1975.

Á þess­um degi flutti Aðal­heiður Bjarn­freðsdótt­ir bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um verka­kvenna og síðar þingmaður ávarp og sagði að ástæðan fyr­ir þess­ari ein­stöku sam­stöðu væri „launam­is­rétti sem kon­ur væru beitt­ar og van­mat á störf­um kvenna yf­ir­leitt“.

Störf kvenna voru ekki met­in til jafns við störf karla og nú, ára­tug­um eft­ir að lög um launa­jafn­rétti voru sett, sjá­um við kon­ur enn bera skarðan hlut frá borði þegar bor­in eru sam­an laun fyr­ir sömu og jafn verðmæt störf. Í laun­a­r­ann­sókn Hag­stof­unn­ar fyr­ir árið 2019 mæld­ist leiðrétt­ur launamun­ur kynj­anna 4,3%. Ef horft er til óleiðrétts launamun­ar er mun­ur­inn 13,9% kon­um í óhag en óleiðrétti launamun­ur­inn skýrist að mestu leyti af kynja­skipt­um vinnu­markaði og mis­mun­andi verðmæta­mati starfa.

Verðmæta­mat starfa er ekki nátt­úru­lög­mál held­ur er það mótað af ára­tuga- og alda­göml­um viðhorf­um í sam­fé­lag­inu. Störf við umönn­un, hjúkr­un og kennslu á öll­um skóla­stig­um eru í sögu­legu sam­hengi störf sem kon­ur sinntu lengst af og gera víða enn í tölu­verðum mæli, inni á heim­il­um og án launa.

Heims­far­ald­ur­inn setti þetta verðmæta­mat í nýtt sam­hengi þegar þær aðstæður sem sköpuðust í far­aldr­in­um drógu veru­leika starfs­fólks við hjúkr­un, umönn­un og kennslu fram í dags­ljósið. Á meðan marg­ar starfs­stétt­ir gátu unnið sína vinnu í ör­uggu um­hverfi heima­vinn­unn­ar með aðstoð tækn­inn­ar þurfti fólk sem sinnti hinum hefðbundnu kvenna­störf­um að mæta á vinnustað og vera í mikl­um sam­skipt­um við sjúk­linga, aldraða, börn og ung­menni.

Það er löngu orðið tíma­bært að leita svara við spurn­ing­unni um hvers vegna hæfni, mennt­un og eig­in­leik­ar starfs­fólks í þess­um mik­il­vægu störf­um hafi ekki verið met­in að verðleik­um og til jafns við eig­in­leika og hæfni sem kraf­ist er vegna starfa í tækni­grein­um og viðskipt­um.

Aðgerðar­hópi stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins sem ég skipaði ný­verið er ætlað að leggja fram til­lög­ur að aðgerðum til að út­rýma launamun kynj­anna sem skýrist af kynja­skipt­um vinnu­markaði og kerf­is­bundnu van­mati á hefðbundn­um kvenna­störf­um. Hóp­ur­inn vinn­ur nú að til­rauna­verk­efni með fjór­um rík­is­stofn­un­um þar sem verðmæta­mat starfa er tekið til skoðunar og þróaðar verða aðferðir sem styðja við jafn­v­irðis­nálg­un jafn­rétt­islaga. Með verk­efn­inu er sleg­inn nýr tónn í bar­áttu fyr­ir launa­jafn­rétti og niðurstaðan mun von­andi skila okk­ur áfram í því verk­efni að út­rýma kyn­bundn­um launamun.

Þó að mik­ill ár­ang­ur hafi náðst í jafn­rétt­isátt síðan kon­ur lögðu niður störf árið 1975 þá lýk­ur bar­átt­unni aldrei. Jafn­rétti á vinnu­markaði snýst nefni­lega ekki ein­göngu um jöfn laun og kjör en und­an­far­in ár höf­um við ít­rekað verið minnt á að kyn­ferðisof­beldi og kyn­ferðis­leg áreitni standa í vegi fyr­ir jafn­rétti bæði í at­vinnu­líf­inu og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu.

Bar­átt­an gegn kyn­ferðis­legu of­beldi og áreitni skipt­ir öllu máli við að búa til sam­fé­lag jafn­rétt­is og virðing­ar til hags­bóta fyr­ir okk­ur öll. Og enn og aft­ur sjá­um við fjöll verða flutt af fólki sem legg­ur sig af heil­um hug og mikl­um krafti fram í bar­átt­unni fyr­ir betra sam­fé­lagi. Gleðileg­an kvenna­frí­dag!

Katrín Jakobsdóttir, for­sæt­is­ráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search