Search
Close this search box.

Bjarni Jónsson. Ræða á Alþingi um Samherjamálið

Deildu 

      Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kusu að gera forstjóra Samherja að andliti samtakanna á dagskrá sinni á þriðjudaginn sem helguð var degi sjávarútvegsins.

Þar lýsti hann, með leyfi forseta, ótta sínum og félaga sinna yfir því að veiðiheimildir til smærri útgerða og strandveiða ógnuðu stöðu eigin fyrirtækis og tengdra aðila á erlendum mörkuðum.

Hvað með orðsporsáhættu Íslands vegna framferðis stórfyrirtækja á erlendri grund og alþjóðlegrar glæparannsóknar sem ekki hefur verið leidd til lykta og hér er rædd?

Hvað líður þeirri samfélagslegu ábyrgð sem samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett á oddinn?

Það verður ekki litið framhjá því að útgerðarfyrirtæki landsins eru mikilvæg þjóðarbúinu, en á sama tíma blasir við okkur sá kaldi raunveruleiki að stórútgerðin hefur rakað til sín meginþorra veiðiheimilda í landinu og skelfur nú yfir tilvist smærri fjölskyldufyrirtækja og einyrkja sem halda uppi búsetu á stöðum sem stórútgerðin hefur skilið eftir í sárum. Í hvert skipti sem málpípur stórútgerðarinnar ryðjast fram í fjölmiðlum eða miðlar í þeirra eigu, erum við minnt á mikilvægi þess að virða rétt sjávarbyggðanna og tryggja betur byggðafestu aflaheimilda og koma í veg fyrir að smærri sjávarbyggðir séu rúnar lífsbjörginni með uppsöfnun fárra auðmanna og fyrirtækja á veiðirétti.

Það verður að grípa til aðgerða til að snúa ofan af samþjöppun veiðiheimilda rekja saman tengda aðila til samræmis við það sem annarsstaðar gerist. Þannig tel ég að við treystum heilbrigða viðskiptahætti og gagnsæi innan lands sem utan.

Hver sem niðurstaðan í því máli sem hér er rætt verður, er ljóst að áhrifin á ásýnd Íslensks sjávarúrvegs eru gríðarleg, innan lands sem utan bæði til langs tíma og skamms.

Það er óásættanlegt að orðspor heillar greinar sé undir vegna einstaka fyrirtækja sem byggja viðurværi og auðævi sín á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search