Search
Close this search box.

Bjarni Jónsson tók sæti sem varaþingmaður.

Deildu 

Bjarni Jónsson tók sæti sem varaþingmaður fyrir Lilju Rafney Magnúsdóttur á mánudag, en Lilja er í þessari viku stödd á Grænlandi á fundi Vestnorræna ráðsins.

Bjarni beindi óundirbúinni fyrirspurn að menntamálaráðherra í gær um aðgerðir ráðherrans til að styrkja starf háskóla á landsbyggðinni og tryggja betur fjármögnun þeirra.

Þá tók hann einnig til máls undir liðnum störf þingsins í dag og minnti á mikilævægi þess að standa við gefin loforð um vegabætur í Árneshreppi og á Ströndum í allri vinnu við nýja samgönguáætlun.

„Í tillögu að samgönguáætlun er nánast ekkert að frétta af viðhaldi og uppbyggingu sveitavega og varhugavert að treysta gefnum fyrirheitum inn í framtíðina. Allt Norðurland vestra, Vesturland og Strandir eru úti í kuldanum. Þessu verður að breyta. Þessu verðið þið sem hér sitjið að breyta,“ sagði Bjarni meðal annars.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search