EN
PO
Search
Close this search box.

Bjartari tímar

Deildu 

Á miðnætti hinn 4. maí mildaðist sam­komu­bann þegar nýj­ar regl­ur um tak­mark­an­ir á sam­kom­um tóku gildi. 50 manns mega nú koma sam­an í stað 20 áður, tak­mark­an­ir á fjölda nem­enda í leik- og grunn­skól­um hafa verið felld­ar niður og sömu­leiðis tak­mark­an­ir vegna íþróttaiðkun­ar og æsku­lýðsstarfs barna á leik- og grunn­skóla­aldri. Fram­halds- og há­skól­ar hafa verið opnaðir á ný og ýms­ir þjón­ustu­veit­end­ur opnuðu í morg­un dyr sín­ar fyr­ir viðskipta­vin­um. Nú er mögu­legt að fara í klipp­ingu, í sjúkraþjálf­un, til tann­lækn­is o.s.frv. og okk­ar dag­lega líf fær­ist einu skrefi nær því sem við vor­um vön áður en veir­an barst til lands­ins. Áfram gild­ir regl­an um tveggja metra ná­lægðar­tak­mörk hjá full­orðnum og gæta þarf að hrein­læti og sótt­vörn­um líkt og áður.

Þessi áfangi er stór og merki­leg­ur því hann þýðir að við höf­um lokið fyrsta hlut­an­um í þessu verk­efni. Fyrsta smitið greind­ist hér­lend­is 28. fe­brú­ar síðastliðinn og far­ald­ur­inn náði há­marki í byrj­un apríl. Okk­ur tókst að bæla far­ald­ur­inn niður með mark­viss­um aðgerðum; víðtæk­um sýna­tök­um, sótt­kví, ein­angr­un og þátt­töku al­menn­ings í sótt­varn­araðgerðum þannig að nú grein­ast aðeins örfá eða eng­in smit á hverj­um degi. Við get­um öll verið ánægð með þann ár­ang­ur sem aðgerðirn­ar hafa borið hingað til en við meg­um ekki gleyma því að fara var­lega áfram, því veir­an get­ur enn tekið sig upp aft­ur og dreifst inn­an­lands. Því er gott að hafa í huga að til­gang­ur­inn með þeim sótt­varn­araðgerðum sem enn eru í gildi er ein­mitt sá að hamla því að veir­an dreifi sér á milli manna og að hún nái sér á strik í sam­fé­lag­inu aft­ur.

Heil­brigðis­starfs­fólk um land allt, land­lækn­ir, allt starfs­fólk embætt­is land­lækn­is, sótt­varna­lækn­ir, al­manna­varn­ir og öll þau sem hafa komið að viðbrögðum okk­ar hafa staðið sig með ein­dæm­um vel í far­aldr­in­um. Það hef­ur verið frá­bært að fylgj­ast með sam­taka­mætt­in­um og ég er stolt að sjá hvers viðbragðsaðilarn­ir og heil­brigðis­kerfið okk­ar er megn­ugt.

Það er mik­il­vægt að við höld­um áfram vöku okk­ar, stönd­um sam­an og fylgj­um gild­andi regl­um. Það hef­ur reynst okk­ur vel hingað til og er ein megin­á­stæða þess að hér á landi hef­ur tek­ist eins vel og raun ber vitni að hafa stjórn á út­breiðslu veirunn­ar, verja heil­brigðis­kerfið og síðast en ekki síst að vernda þau sem eru viðkvæm­ust fyr­ir veik­ind­um.

Verk­efn­inu er langt í frá lokið, og við verðum að vanda okk­ur fyr­ir sam­fé­lagið allt, fyr­ir okk­ur öll. Af því að mark­miðið er að við ger­um þetta sam­an og skilj­um eng­an eft­ir þegar sam­fé­lagið opn­ast aft­ur.

Gangi okk­ur sem best áfram. Nú er sum­arið á næsta leiti og það eru bjart­ari tím­ar fram und­an.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search