Search
Close this search box.

Breyting á auglýsingu um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar

Deildu 

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að gera breytingar á auglýsingu þeirri sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 

Breytingarnar lúta að því að gera auglýsingu nr. 758/2020 skýrari. Í fyrsta lagi er gerð sú breyting að skýrt verður hversu mörgum viðskiptavinum sé heimilt að vera inni í matvöruverslunum. Í öðru lagi verður kveðið skýrt á um að nota skuli andlitsgrímu í almenningssamgöngum vari ferð lengur en 30 mínútur. Þá er gert skýrt á ný hversu margir gestir séu leyfilegir á sund- og baðstöðum, en um sömu reglu er að ræða og gilti fyrr í sumar. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir kl. 23:00. 

Auglýsing þessi hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar og hefur sama gildistíma og auglýsing nr. 758/2020, þ.e. til 13. ágúst. 

Minnisblað sóttvarnalæknis dags. 31. júlí 2020
Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 758/2020
Auglýsing nr. 758/2020

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search