Search
Close this search box.

Breytingar á veiðistjórnun grásleppu

Deildu 

Ný­lega birt­ist í sam­ráðsgátt stjórn­valda áform um breyt­ing­ar á veiðistjórn­un grá­sleppu. Málið hef­ur verið til skoðunar í mínu ráðuneyti síðustu mánuði. Síðastliðið vor beindi at­vinnu­vega­nefnd því til ráðuneyt­is­ins að leita leiða til að gera stjórn­un grá­sleppu­veiða mark­viss­ari. Niðurstaðan mín er að leggja fram mál á Alþingi sem hlut­deild­ar­set­ur grá­sleppu með tak­mörk­un­um á framsali milli svæða, sér­stök­um nýliðun­arstuðningi og lágu þaki á há­marks­afla­hlut­deild.

Nú­ver­andi kerfi hef­ur verið gagn­rýnt

Ástæður þess að at­vinnu­vega­nefnd hef­ur talið að gera þurfi um­bæt­ur á veiðistjórn­un grá­sleppu geta verið marg­vís­leg­ar. Und­an­far­in ár hef­ur veiðistjórn­un grá­sleppu verið gagn­rýnd fyr­ir að vera ómark­viss og ófyr­ir­sjá­an­leg fyr­ir sjó­menn­ina sem veiðarn­ar stunda. Þannig hef­ur verið bent á að veður, bil­an­ir og veik­indi geta ónýtt tæki­færi sjó­manna til að stunda veiðarn­ar. Til dæm­is má nefna að um leið og grá­sleppu­sjó­maður legg­ur net­in byrja dag­arn­ir að telja niður sem hann hef­ur til að veiða skv. leyfi sínu. Ef að svo ger­ir vont veður þannig að nauðsyn­legt er að taka upp net­in tap­ar hann því þeim dög­um al­farið.

Þá hef­ur einnig verið gagn­rýnt að meðafli við þess­ar veiðar hef­ur í sum­um til­fell­um verið mik­ill og leita þurfi leiða til að tak­marka hann. Meðafl­inn get­ur verið sjáv­ar­spen­dýr, fugl­ar og aðrir nytja­fisk­ar, s.s. þorsk­ur. Þó að ekki sé hægt að full­yrða um að hlut­deild­ar­setn­ing hafi áhrif má þó leiða að því lík­ur að sveigj­an­leiki um það hvenær veiðarn­ar eru stundaðar geri sjó­mönn­um kleift að bregðast við aðstæðum á hverj­um stað. Til dæm­is ef mikið kem­ur af meðafla við upp­haf veiða, þá væri hægt að taka upp net­in og bíða fær­is án þess að það drægi úr tekju­mögu­leik­um hvers og eins.

Mik­il­vægt að róa fyr­ir vík­ur

Til þess að hlut­deild­ar­setn­ing þessa nytja­stofns sé for­svar­an­leg tel ég grund­vall­ar­atriði að framsal afla­hlut­deild­ar milli svæða sé tak­mörkuð. Þannig sé komið í veg fyr­ir að heim­ild­ir til veiða fari brott frá svæðum þar sem veiðarn­ar eru stundaðar í dag. Þetta er mik­il­vægt byggðasjón­ar­mið, í ljósi þess að grá­sleppu­veiðar eru stundaðar að mestu leyti í smá­um sjáv­ar­byggðum. Þá tel ég einnig mik­il­vægt að gert sé ráð fyr­ir nýliðun­arstuðningi þar sem nýliðum verður gert auðveld­ara en nú er að hefja veiðar. Lít­il nýliðun hef­ur verið í grein­inni síðustu ár og mik­il­vægt að næsta kyn­slóð grá­sleppu­sjó­manna hafi tæki­færi á að spreyta sig. Að sama skapi tel ég mik­il­vægt að samþjöpp­un sé tak­mörkuð með því að hafa lágt þak á heild­arafla­hlut­deild í teg­und­inni.

Eft­ir að sam­ráði við al­menn­ing lýk­ur um áformin er næsta skref að fara í sam­ráð um frum­varpið sjálft. Gert er ráð fyr­ir að málið verði lagt fyr­ir Alþingi í vet­ur.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search