Stjórn Vinstri grænna hefur skipað Önnu Friðriksdóttur í fagráð gegn kynbundnu ofbeldi og einelti innan VG. Anna kemur inn í fagráðið í stað Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur sem var kjörin í stjórn hreyfingarinnar á landsfundi í ágúst 2021. Guðrún Ágústsdóttir og Bjarki Þór Grönfeldt sitja áfram í fagráði.
Stjórn VG skipar þrjá félagsmenn í fagráð til tveggja ára á fyrsta stjórnarfundi eftir landsfund eða flokksráðsfund. Fagráðið hefur það hlutverk að setja kvartanir í formlegan farveg og veitir viðeigandi stuðning við úrvinnslu mála í samráði málshefjandi.