Breytingar í sveitarstjórn í Múlaþingi

Deildu 

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri, baðst lausnar í vikunni frá sveitarstjórn í Múlaþingi eftir að hafa verið kosin á þing í nýafstöðnum kosningum. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi á Borgarfirði eystra, kemur inn í hennar stað sem fulltrúi Vinstri grænna. Aðrar breytingar í nefndum og ráðum verða eftirfarandi:

Byggðaráð: Helgi Hlynur Ásgrímsson
Fjölskylduráð: Kristín Sigurðardóttir
Heimastjórn Djúpavogi: Helgi Hlynur Ásgrímsson
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs: Þórunn Hrund Óladóttir
Byggingarnefnd menningarhúss: Lára Vilbergsdóttir

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.