Search
Close this search box.

Búvörusamningar endurskoðaðir

Deildu 

Í síðustu viku und­ir­ritaði ég, ásamt fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, fyr­ir hönd stjórn­valda sam­komu­lag um end­ur­skoðun bú­vöru­samn­inga við Bænda­sam­tök Íslands. Formaður BÍ und­ir­ritaði fyr­ir hönd sam­tak­anna. Þar með er seinni end­ur­skoðun samn­ing­anna lokið, en þeir voru einnig end­ur­skoðaðir árið 2019.

Ekki verða gerðar grund­vall­ar­breyt­ing­ar á samn­ing­un­um. Helstu breyt­ing­ar eru að hægt verður á niður­tröpp­un greiðslu­marks í sauðfjár­rækt sem helst þannig óbreytt frá ár­inu 2024 og út gild­is­tíma samn­inga eða til 31. des­em­ber 2026. Þá eru gerðar minni hátt­ar breyt­ing­ar á samn­ingi um starfs­skil­yrði fram­leiðenda garðyrkju­af­urða. Einnig eru gerðar breyt­ing­ar á ramma­samn­ingi um al­menn starfs­skil­yrði land­búnaðar, m.a. á stuðningi við líf­ræna fram­leiðslu og breyt­ing­ar sem gera bænd­um auðveld­ara fyr­ir að stunda lofts­lagsvænni ný­rækt með nit­ur­bind­andi plönt­um.

Í bók­un­um er lögð áhersla á sam­eig­in­legt mark­mið samn­ingsaðila um að land­búnaður á Íslandi verði kol­efn­is­hlut­laus eigi síðar en árið 2040 og að nauðsyn­legt sé að hefja und­ir­bún­ing inn­leiðing­ar á lofts­lags­bók­haldi land­búnaðar­ins. Einnig er bók­un um að samn­ingsaðilar séu sam­mála því að for­send­ur fyr­ir tolla­samn­ingi Íslands og ESB frá ár­inu 2015 séu breytt­ar og að mark­mið yf­ir­stand­andi end­ur­skoðunar verði að auka jafn­vægi í samn­ingn­um. Þá seg­ir í bók­un að aðilar séu sam­mála um að hefja nú þegar viðræður um starfs­um­hverfi land­búnaðar til framtíðar. Það skipt­ir miklu að stjórn­völd og at­vinnu­grein­in hefj­ist handa við að ræða framtíðarfyr­ir­komu­lag stuðnings­kerf­is­ins sem fyrst.

Land­búnaður er burðarstoð í bú­setu um land allt og ís­lensk­ir bænd­ur fram­leiða um það bil helm­ing af allri mat­vöru sem neytt er hér­lend­is. Við erum stolt af inn­lendri mat­vöru og tæki­fær­in til ný­sköp­un­ar í mat­væla­fram­leiðslu eru mý­mörg. Staðreynd­in er þó því miður sú að of marg­ir bænd­ur eiga erfitt með að ná end­um sam­an og við þurf­um að vera óhrædd að ræða ástæður þess. Fyr­ir þing­inu ligg­ur frum­varp um fram­leiðenda­fé­lög sem fær­ir bænd­um hér­lend­is sams kon­ar svig­rúm til sam­vinnu og þekk­ist í ná­granna­lönd­um þannig að hlut­ur þeirra í virðiskeðju mat­væla megi verða rétt­lát­ari. Annað mik­il­vægt skref til að rétta hlut bænda var vinna hóps ráðuneyt­is­stjóra þriggja ráðuneyta; mat­vælaráðuneyt­is, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is og innviðaráðuneyt­is en hóp­ur­inn skilaði niður­stöðum sín­um í byrj­un des­em­ber. Sam­tals var 2,1 millj­arður greidd­ur til stuðnings bænd­um sem eiga í fjár­hagserfiðleik­um vegna efna­hags­ástands­ins.

Veik­leik­ar í stuðnings­kerf­inu hafa komið í ljós síðustu ár og um það er að ég tel ein­hug­ur milli stjórn­valda og bænda. Verk­efni næstu miss­era og ára verður að leggja drög að nýju stuðnings­kerfi land­búnaðar­ins sem trygg­ir með betri hætti af­komu bænda.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search