Search
Close this search box.

Byggjum rétt

Deildu 

Nú­tíma byggingar­saga á Ís­landi er lituð ýmsum vanda­málum sem hafa loðað lengi við. Stór or­saka­þáttur þeirra eru náttúru­fars­að­stæður í landinu. Nefni úr­komuna, háa tíðni storma og enn harðari ó­veðra, ör skipti frosts og þíðu og svo jarð­skjálfta sem eiga sér upp­tök á um það bil helmingi landsins og skammt undan SV-, N- og NA-landi. Meðal þess sem hefur bjátað á eru út­breidd leka­vanda­mál, einkum í þökum, út­veggjum og gluggum, alkalí­skemmdir í stein­steypu, húsa­mygla og steypu­skemmdir vegna al­gengrar frost­veðrunar. Á sumu hefur tekist að ráða mis­mikla bót en að mörgu er enn að hyggja. Þess vegna hafa byggingar­rann­sóknir farið fram, í ríkis­stofnun og til dæmis hjá verk­fræði­stofum. Vísasti vegur að árangri finnst með að­ferðum og fræðum vísinda­greina, svo sem eðlis­fræði, efna­fræði og jafn­vel líf­fræði.

Undan­farin ár hafa jafnt yfir­völd sem arki­tektar, verk­fræðingar og aðrir sem starfa við byggingar­iðnaðinn horft æ meir til vist­vænna bygginga, orku­sparnaðar, lofts­lags­mála og til al­mennrar vel­líðunar íbúa í fjöl­breyttu hús­næði um allt land. Það er á­nægju­leg þróun en hún veldur um leið því að byggingar­rann­sóknir eru mikil­vægar sem aldrei fyrr.

Nú er verið að endur­skipu­leggja stýringu, fjár­mögnun og um­hverfi ný­sköpunar og marg­vís­legra rann­sókna þeim tengdum, í sam­ræmi við breytta ný­sköpunar­stefnu. Eins og á­vallt á eftir að koma í ljós hvernig til tekst en breytingarnar eiga að efla og út­breiða ný­sköpun. Þá er brýnt að haga því þannig að byggingar­rann­sóknir, sem hafa verið vistaðar hjá Ný­sköpunar­mið­stöðinni, fylgi með í eflingunni og þeim fundnir staðir, að hluta til á­fram á ríkis­vegum og að hluta til hjá sjálf­stæðum aðilum. Merki­legar rann­sóknir á húsa­myglu, fram­farir í byggingar­eðlis­fræði og al­þjóð­leg fram­fara­skref í steypu­fræðum, svo eitt­hvað sé nefnt, verða á­fram að vera í deiglunni og þeim tryggt grunn­fjár­magn. Þar gæti ein lausn falist í að rann­sóknar­stofa bygginga verði vistuð innan Mann­virkja­stofnunar. Stofan gæti líka séð um sam­hæfingu og sam­þættun byggingar­rann­sókna og ný­sköpunar í greininni.

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search