EN
PO
Search
Close this search box.

Desemberviðbót til umsækjenda um alþjóðlega vernd

Deildu 

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd viðbót við fastar framfærslugreiðslur í desember. Greiðslan nemur 10 þúsund krónum fyrir fullorðinn einstakling og 5 þúsund krónum fyrir barn.

Þetta kemur til viðbótar því sem umsækjendur fá greitt samkvæmt reglugerð um útlendinga þar sem gert er ráð fyrir 8000 krónum í fæðispeninga á viku fyrir einstaklinga, 13.000 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk og 5000 krónum fyrir barn, þó aldrei hærri en sem nemur 28.000 krónum fyrir hverja fjölskyldu.

Þessu til viðbótar eiga umsækjendur rétt á vikulegum greiðslum eftir fjögurra vikna dvöl hér á landi sem nema 2700 krónum fyrir fullorðinn og 1000 krónum fyrir barn.

Ekki hafa verið til staðar reglur um viðbótargreiðslu í desember heldur hefur ákvörðun verið tekin hverju sinni. Gert er ráð fyrir að greiðslan komi af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar og má gera ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 4,5 milljónir miðað við fjölda umsækjenda þann 13. nóvember. 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search