Search
Close this search box.

Drífa Lýðsdóttir er nýr formaður UVG

Deildu 

Um liðna helgin var haldinn landsfundur Ungra vinstri grænna, UVG. Hann var að þessu sinni haldinn í Reykjavík.

Jódís Skúladóttir heimsótti fundinn og ræddi um stöðuna í stjórnmálunum og á þingi. Þá hélt Eva Dís Þórðardóttir, annar höfunda bókarinnar Venjulegar konur – vændi á Íslandi, erindi og á eftir voru umræður. Fundargestir voru sammála um að erindið hafi verið magnað og umræðurnar frábærar.

Drífa Lýðsdóttir tekur við embætti formanns af Sigrúnu Birnu Steinarsdóttur. Drífa er 19 ára gömul, nýútskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og starfar hjá Össuri. Með henni í stjórn verða Jósúa Gabríel Davíðsson, Nóam Óli Stefánsson og Ólafur Halldórsson. Stjórnin er því skipuð gríðarlega öflugu ungu fólki, en meðalaldur stjórnarmeðlima er rétt tæp 19 ár. Spennandi verður að sjá hvernig þau munu nýta starfsárið sem framundan er.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search