Search
Close this search box.

Efling geðheilbrigðisþjónustu á tímum Covid-19

Deildu 

Fyrstu áfanga­skýrsl­ur tveggja stýri­hópa, sem ég skipaði í nóv­em­ber 2020 til að vakta óbein áhrif Covid-19 eru nú komn­ar út. Stýri­hóp­un­um var ætlað að kanna ann­ars veg­ar áhrif á lýðheilsu og hins veg­ar á geðheilsu lands­manna. Vinna hóp­anna ger­ir að verk­um að hægt er að byggja viðbrögð á bestu mögu­legu þekk­ingu á aðstæðum hverju sinni.

Í fyrstu áfanga­skýrslu stýr ihóps­ins sem fjallaði um lýðheilsu­áhrif voru greind­ir 18 lýðheilsu­vís­ar fyr­ir 18 ára og eldri. Þegar hóp­ur­inn er skoðaður má sjá að það fækk­ar tölu­vert í hópi þeirra sem glíma við fjár­hagserfiðleika og sömu­leiðis dreg­ur úr ölv­un­ar­drykkju. Hins veg­ar minnkaði neysla ávaxta, græn­met­is og syk­ur­lausra gos­drykkja og þeim fækkaði sem nýttu virka ferðamáta til og frá vinnu/​skóla. Þá fækkaði þeim sem telja sig mjög ham­ingju­sama.

Í fyrstu áfanga­skýrslu stýri­hóps­ins um geðheilsu var at­hygl­inni beint að stöðu barna og ung­menna. Al­mennt séð virðist flest­um börn­um á grunn­skóla­aldri á Íslandi hafa farn­ast vel og áhersl­ur stjórn­valda um að hlífa börn­um eins mikið og hægt var virðast hafa skilað ár­angri og varið geðheil­brigði barna og ung­menna. Far­ald­ur­inn virðist hins veg­ar hafa haft nei­kvæð áhrif á líðan fram­halds­skóla­nema sem voru nán­ast al­farið í fjar­námi frá vori til árs­loka 2020.

Ég hef lagt mikla áherslu á efl­ingu geðheil­brigðisþjón­ustu á kjör­tíma­bil­inu. Fjár­fram­lög til geðheil­brigðismála hafa hækkað um rúm­an millj­arð á kjör­tíma­bil­inu en mest er hækk­un­in inn­an heilsu­gæsl­unn­ar, þar sem hækk­un­in nam rúm­lega 800 millj­ón­um króna. Sú fjár­veit­ing hef­ur meðal ann­ars orðið til þess að fjöldi sál­fræðinga í heilsu­gæslu­stöðvum lands­ins hef­ur tvö­fald­ast og eru nú 66 sál­fræðing­ar að störf­um á veg­um heilsu­gæslu­stöðva. Auk þess hafa geðheilsu­teymi tekið til starfa í heilsu­gæsl­unni um allt land, en teym­in sinntu árið 2020 um 2.600 manns sem áður þurftu að leita annað til að fá þjón­ustu.

Ég hef einnig ákveðið að ráðstafa 100 millj­ón­um í samn­inga við sjálf­stætt starf­andi sál­fræðinga. Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands vinna nú að samn­inga­gerð vegna þessa.

Sem sér­stakt viðbragð við áhrif­um sem Covid-19 hafði á heil­brigðisþjón­ustu voru í fjár­auka­lög­um fyr­ir árið 2020 og á fjár­lög­um 2021 samþykkt­ar 540 millj­óna viðbótar­fjárveit­ing­ar fyr­ir hvort ár til að efla þverfag­lega geðheil­brigðisþjón­ustu og stemma stigu við áhrif­um heims­far­ald­urs­ins á and­lega heilsu.

Þá tók ég nú í lok ág­úst ákvörðun um ráðstöf­un rúm­lega 100 millj­óna í þverfag­leg átaks­verk­efni á veg­um Land­spít­ala sem miða að því að efla geðheil­brigðisþjón­ustu við börn og ungt fólk og stytta biðlista eft­ir þjón­ustu.

Við þurf­um að halda áfram að vinna að efl­ingu geðheil­brigðisþjón­ustu en á kjör­tíma­bil­inu hafa engu að síður verið stig­in mik­il­væg skref í þá átt.

Svandís Svavarsdóttir, heil­brigðisráðherra og oddviti VG í Reykjavíkurkjördæmi suður

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search