Search
Close this search box.

Einhugur á örlagastundum

Deildu 

Nú á dög­un­um var fimm ára af­mæli nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starfs. Stjórn­artíð rík­is­stjórna Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur mark­ast af stór­um at­b­urðum, ör­laga­stund­um. Fyrst og fremst er þar auðvitað heims­far­ald­ur kór­óna­veiru, at­b­urður sem setti líf allr­ar heims­byggðar­inn­ar í upp­nám. Glíma ís­lensks sam­fé­lags við þenn­an vá­gest gekk vel. Eft­ir því var tekið bæði hér heima og víða um heim að okk­ur lánaðist sem sam­fé­lag að halda hóp­inn í gegn­um verk­efnið og er full ástæða til að við séum stolt af þeim eig­in­leik­um sem ís­lenskt sam­fé­lag sýndi á þess­um ör­laga­tím­um. Ein­hug­ur und­ir álagi, ein­hug­ur um að vernda líf og heilsu al­menn­ings.

Fé­lags­leg­ur stöðug­leiki
Fleiri at­b­urðir hafa verið stór­ir á þess­um tíma. Þannig voru lífs­kjara­samn­ing­arn­ir sem und­ir­ritaðir voru árið 2019 tíma­móta­samn­ing­ar. Fyr­ir all­an þorra al­menn­ings eru kjara­samn­ing­ar ein­hverj­ar mik­il­væg­ustu ákv­arðanir sem tekn­ar eru. Ákvarðanir um kaup og lífs­kjör al­menn­ings, skipt­ing milli vinn­andi fólks og fjár­magns. Stjórn­völd höfðu aðkomu að lífs­kjara­samn­ing­um á sín­um tíma og lögðu sitt af mörk­um til að aðilar vinnu­markaðar­ins næðu sam­an. Með kjara­samn­ing­um sem tryggja viðvar­andi kaup­mátt­ar­aukn­ingu á Íslandi er fé­lags­leg­ur stöðug­leiki best tryggður. Það tókst. Rétt­lát­ar breyt­ing­ar á skatt­kerfi færðu líka þeim hóp­um sem höfðu lægst­ar at­vinnu­tekj­ur kaup­mátt­ar­aukn­ingu um­fram tekju­hærri hópa. Um þess­ar breyt­ing­ar var ein­hug­ur í rík­is­stjórn, að tryggja fé­lags­leg­an stöðug­leika til lengri tíma. Mik­il­væg­ar vörður hafa verið reist­ar í þágu mann­rétt­inda á Íslandi á síðustu árum, með bættri rétt­inda­stöðu hinseg­in fólks og sjálfs­ákvörðun­ar­rétti kvenna yfir eig­in lík­ama.

Styðjum rétt­lát­an málstað
Á nýju kjör­tíma­bili birt­ust svo nýj­ar áskor­an­ir og nýir at­b­urðir. Fólsku­leg inn­rás Rússa í Úkraínu hef­ur sett heims­hag­kerfið úr hlut­laus­um í bakk­gír með til­heyr­andi áhrif­um á ís­lenskt efna­hags­líf. Kúvend­ing er að eiga sér stað í alþjóðastjórn­mál­um og heims­mynd­in hef­ur breyst hraðar síðustu mánuði en nokk­urn óraði fyr­ir ári áður. Á þess­um tíma­punkti er ógjörn­ing­ur að segja til um hver áhrif­in verða til lengri tíma annað en að þau verða mik­il. Þess­ir at­b­urðir hafa haft mik­il áhrif á hag­stjórn hér inn­an­lands og er til mik­ils að vinna fyr­ir ís­lensk­an al­menn­ing að verðbólgu­draug­ur­inn verði kveðinn niður sem fyrst. En það mik­il­væg­asta af öllu er að styðja við rétt­láta frels­is­bar­áttu úkraínsku þjóðar­inn­ar í orði og á borði. Um það er ein­hug­ur.

Í bak­grunn­in­um hljóm­ar svo stig­vax­andi bumbuslátt­ur lofts­lags­breyt­inga. Teikn­in eru á lofti og tím­inn er á þrot­um. Ef við ætl­um ekki að dæma kom­andi kyn­slóðir til verri lífs­kjara þurf­um við að vinna hratt og vinna sam­an. Það verk­efni er of stórt til að mistak­ast. Um það verður líka að vera ein­hug­ur.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search