PO
EN

Ekkert verið gert í loftslagsmálum?

Deildu 

VG hef­ur snúið við blaðinu í lofts­lags­mál­um

Á þessu kjör­tíma­bili höf­um við aukið bein fram­lög til lofts­lags­mála um meira en 700%. Við höf­um ráðist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjár­mögnuðu aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um, tvö­faldað um­fang land­græðslu og skóg­rækt­ar og tí­faldað end­ur­heimt vot­lend­is. Við höf­um klárað fyrstu stefnu Íslands um aðlög­un sam­fé­lags­ins að lofts­lags­breyt­ing­um, lög­fest mark­mið um kol­efn­is­hlut­leysi eigi síðar en árið 2040 og sett fram ný og efld lands­mark­mið um sam­drátt í los­un. Við höf­um stór­eflt rann­sókn­ir, vökt­un, ný­sköp­un og stjórn­sýslu lofts­lags­mála, komið á fót lofts­lags­ráði og lofts­lags­sjóði og stutt mynd­ug­lega við orku­skipti í sam­göng­um. Við erum þegar far­in að sjá sam­drátt í los­un. Kór­ónu­veir­an hafði veru­leg áhrif á síðasta ári en sam­drátt­ur­inn var samt haf­inn áður en far­ald­ur­inn hófst.

VG boðar meiri metnað og frek­ari aðgerðir

Það eru risa­vax­in verk­efni fram und­an í lofts­lags­mál­um sem teygja anga sína inn í allt sam­fé­lagið. Við Vinstri-græn vilj­um áfram tak­ast á við þau af festu. Við vilj­um að Ísland setji sér sjálf­stætt mark­mið um 60% sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda fram til árs­ins 2030 og að landið verði orðið óháð jarðefna­eldsneyti í síðasta lagi árið 2045. Við vilj­um banna olíu­leit og olíu­vinnslu við Ísland, efla al­menn­ings­sam­göng­ur og hjól­reiðar og tryggja orku­skipti án þess að gefa af­slátt af nátt­úru­vernd – og það er vel hægt! Við vilj­um halda áfram að efla end­ur­heimt vot­lend­is, auka land­græðslu og skóg­rækt í sátt við nátt­úr­una og tryggja sjálf­bæra nýt­ingu lands. Við í VG sjá­um tæki­fær­in sem fel­ast í breytt­um heimi með minni los­un, sterku hringrás­ar­hag­kerfi, græn­um störf­um og lofts­lagsvænni ný­sköp­un. Við sjá­um tæki­fær­in í svo­kölluðu lág­kol­efn­is­hag­kerfi.

Næstu ár skipta sköp­um

Það þarf út­hald og vilja til þess að ná ár­angri, því það tek­ur tíma að inn­leiða aðgerðir sem draga munu stór­kost­lega úr los­un hjá heilu sam­fé­lagi. Slíkt ger­ist ekki yfir nóttu. Eft­ir nokk­urra ára póli­tísk­an doða í þess­um mála­flokki lögðu Vinstri græn nauðsyn­leg­an grunn að fram­förum í lofts­lags­mál­um á kjör­tíma­bil­inu. Við erum far­in að sjá ár­ang­ur í lofts­lags­mál­um og Vinstri-græn bjóða fram krafta sína til að halda áfram, taka stærri skref og hlaupa hraðar til að ná tök­um á lofts­lags­vánni.

Það skipt­ir máli hver stjórn­ar, sér­stak­lega í lofts­lags­mál­um.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er um­hverf­is- og auðlindaráðherra og odd­viti Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search