Search
Close this search box.

Enn um orkupakka dagsins

Deildu 

Nýleg grein mín í Kjarn­anum um 3. orku­pakk­ann er til­efni svar­greina tveggja manna, Eyj­ólfs Ármanns­sonar lög­fræð­ings og Har­alds Ólafs­sonar veð­ur­fræð­ings. Hér á eftir fara nokkur andsvör mín sem vinstri­s­inna, en þó hvergi tæm­andi 

Vald­heim­ild­ir ACER

Auð­velt er að auka hressi­lega við vald­heim­ildir ACER með ísmeygi­legu orða­lagi um alþjóð­lega valda­stofnun í orku­mál­um, yfir­þjóð­legan land­regl­ara og spá­mann­legum orðum um að ACER muni þró­ast í Orku­stofnun Evr­ópu og þvinga fram sæstreng til Íslands. Hún hefði laga­heim­ildir svo sem til að gefa út rann­sókn­ar­leyfi vegna virkj­ana, yfir­fara inn­lendar kerf­is­á­ætl­anir raf­orku­flutn­ings með end­an­legum úrskurði um magnsölu til ann­arra landa og fleira skylt. Öllu sann­ara væri að upp­lýsa hvað vald­svið ACER inni­felur í raun. ACER hefur eft­ir­lit með raf­orku­sölu milli landa og með virkri sam­keppni og gegn­sæjum neyt­enda­mark­aði inn­an­lands í ESB-löndum og þeirra á milli. Í öllum til­vikum er um sölu- og neyt­enda­markað að ræða með hefð­bundnum við­skipti með tví­hliða samn­ing­um, útboðum eða upp­boðum skv. gild­andi lögum hvers lands. ACER safnar líka gögnum og þekk­ingu.Komi til óleystra deilna milli við­skipta­að­ila, svo sem fyr­ir­tækja eða fyr­ir­tækja og rík­is, eða jafn­vel tveggja ríkja (munum að algengt er að ríki eigi orku­fyr­ir­tæki og í sumum til­vikum líka flutn­ings­kerf­i), skiptir ACER sér af því, reynir mála­miðlun en fellir úrskurði, ger­ist þess þörf. Það er vissu­lega yfir­þjóð­leg nið­ur­staða, rétt eins og er með fjöl­margar deilur sem vísað er til alþjóð­legra stofn­ana í ljósi alþjóð­legra reglna eða samn­inga. Nefna mætti deilur um sam­keppn­is­regl­ur, fjár­mála­eft­ir­lit, mann­rétt­inda­mál og reglur um eit­ur­efni eða mat­væli. Við afsölum mats­kenndum hluta rík­is­valds í hvert sinn sem við tökum upp eða full­gildum ýmis konar inn­leið­ingar og samn­inga í krafti full­veld­is. Afsölum okkur ekki, í sömu andrá, hluta full­veldis nema um sé að ræða veru­legt afsal rík­is­valds. Og um það er deilt í til­viki 3. orku­pakk­ans, þó með meiri­hluta sér­fræð­inga að baki því mati að afsal rík­is­valds í því til­viki telj­ist ásætt­an­legt og ekki brot á stjórn­ar­skrá. Sér­stakur fyr­ir­vari, sem við­ur­kenndur er t.d. af sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inni, eykur á öryggið að þessu sinni.

Í til­viki EES-­ríkja, hafi 3. orku­pakk­inn gildi þar, fer ESA með þetta vald, byggt á drögum ACER. Öllu skiptir að um er að ræða mál er varða við­skipti byggð á þeim orku­flutn­ingi sem í gildi er en ekki deilu­mál um að einn aðili neitar að selja meiri orku en er á lausu eða neitar að bæta við flutn­ings­kerfi sitt yfir landa­mæri – nema í því til­viki að hann bein­línis upp­fylli ekki eða brjóti frá­geng­inn samn­ing. Um þving­un­ar­að­gerðir ACER gagn­vart þeim er stunda orku­fram­leiðslu í sam­ræmi við lög og reglur full­valda ríkja eða selja raf­orku úr landi hef ég ekki fundið dæmi. Orð um að ESB berji nokkuð á Frökkum um skipan orku­mála stafar af van­efndum þeirra á orku­á­ætl­unum sem lagðar voru fyrir ESB og banda­lagið tók góðar og gild­ar. Kýpur fram­leiðir orku með jarð­efna­elds­neyti, sól­ar- og vind­orku. Eyjan mun tengj­ast Grikk­landi, Krít og Ísr­ael með sæstreng. Í gögnum þar um get ég ekki fundið vald­boð, heldur sam­eig­inleg mark­mið Kýpur og ESB um vax­andi hluta end­ur­nýj­an­legrar orku í land­inu, orð um samn­inga og sjálf­stæðar ákvarð­anir Kýp­verja, eftir því sem best verður séð.

Sam­eig­in­legur orku­mark­aður

Auð­velt er að láta líta svo út að til muni verða orku­banda­lag Evr­ópu, einkum ef ekki er til­tekið hvað í því felst. Sér í lagi ef spunnin er tor­tryggni í kringum innri orku­markað álf­unn­ar. Sjá menn fyrir sér orku­sviðs­mynd þar sem full­valda ríkjum (stjórn­völdum og/eða fyr­ir­tækj­um) er fyr­ir­skipað að fram­leiða til­tekið orku­magn með til­teknum aðferðum og enn fremur sam­eig­in­lega innri verð­myndun (sum staðar með nið­ur­greiddu verð­i?) og loks fyr­ir­skip­anir um að selja ákveðið magn raf­orku úr landi skv. 5 eða 10 ára áætl­un? Allt bixið byggt á því að stjórn­völd lúti mið­stýr­ingu Evr­ópu­þings­ins og ráða­manna ESB í Brus­sel? Hver veit hvað verður eftir umbylt­ing­ar, stríð eða hrun vegna lofts­lags­breyt­inga en sviðs­myndin er ein­ber til­bún­ing­ur. Grunn­netin viljum við hafa í opin­berri eigu og það eru þau.

Eins og innri orku­mark­aður ESB snýr fyrir mér, er hann þvert á móti grund­aður á tvenns konar mark­mið­um: Sam­vinnu um þá mögu­legu raf­orku­sölu sem ríki geta/vilja stunda yfir landa­mæri, á for­sendum kap­ít­al­ísks mark­að­ar, og auk­inni hlut­deild end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í heildar orku­fram­leiðslu álf­unn­ar, líka á for­sendum samn­inga og kap­ít­al­ísks mark­að­ar. Ekk­ert í 3. orku­pakk­anum ber vott um það sem teiknað var upp hér að ofan, um mið­stýrt orku­banda­lag. Vel má vera að ESB semji í fram­tíð við ríki um sjálf­stæða áætlun hvers þeirra um orku­skipti í fram­leiðslu- og dreif­ing­ar­geir­anum og um eft­ir­lit með að sá samn­ingur sé hald­inn. Það væri vænt­an­lega í þágu and­ófs­ins gegn hlýnun jarðar og ekki sjálf­krafa af hinu illa, væru yfir­ráð ríkja yfir eigin auð­lindum á landi óskert. Verði 3. orku­pakk­inn inn­leiddur hér og í Nor­egi (og Lichten­stein), yrði Nor­egur hluti af innri mark­aðnum hvað eft­ir­lit með við­skiptum varð­ar, enda löngu þræl­tengdur um sjó yfir. Ísland verður það ekki nema sæstrengur sé sam­þykktur og lagð­ur.

Furður um frjálst flæði vöru

Ekki finn­ast dæmi um að Nor­egur sem EES-­ríki eða ESB-­ríkin hafi misst ákvörð­un­ar­vald yfir hve mikil raf­orka er fram­leidd inn­an­lands, hvar og með hvaða hætti. Ekki heldur um að ACER eða aðrir aðilar innan ESB hlut­ist til um að teng­ingum sé þröngvað upp á lönd. Ekki um að Sví­þjóð hafi lotið í gras fyrir kröfum um teng­ingu sína við Finn­land og orku­magnið um hann. Það er frá­leit rök­leysa rétt eins og að einka­að­ili eða norska Statkraft geti kraf­ist raf­línu til Sví­þjóðar af því að þar bíði kaup­andi. Frjálst flæði vöru er auð­vitað ekki alfrjálst. Ávallt verður að líta til lagaum­hverf­is­ins, eðli fram­leiðsl­unnar og í sumum til­vikum líka laga um dreif­ingu eða flutn­ing vör­unnar að landa­mær­um. Um raf­orku eru í gildi við­eig­andi lög í hverju landi, orku­stefna, fram­leiðslu­á­ætl­an­ir, jafnan opin­berar og bundnar umhverf­is­mati og opin­berum leyfum (s.s. orku­stofn­un­ar, sveit­ar­fé­laga og rík­is­stofn­ana – jafn­vel þings), kerf­isáætlanir flutn­ings, og lagn­ing­ar­leyfi lína um einka­lönd eða þjóð­lend­ur. Hvað sæstrengi varðar bæt­ast við leyfi til lagna um land­grunn og efna­hags­lög­sögu. Furður um að EES-­samn­ing­ur­inn, með sínu fjór­frelsi og ákvæði um full yfir­ráð yfir auð­lind­um, opni á alls kyns skyldur sem neyða teng­ingu raf­lína við önnur Evr­ópu­ríki upp á EES-­ríki, af því að raf­orka er vara, er þunnt lap. Opnað er fyrir frjálst flæði vöru milli landa sem búa við fjór­frelsið með samn­ingum og mark­aðs­lausn­um. Vissu­lega liðka opin­ber yfir­völd oft fyrir við­skiptum en þá án fram­kvæmda­skyldu sam­kvæmt afar­samn­ingum eða sam­kvæmt fyr­ir­skip­unum að utan.

Að lokum

Aðild Íslands að alþjóð­legum samn­ingum tryggir vart til lang­frama að ekki verði grafið undan full­veld­inu eða sjálfs­á­kvörðun okkar hvað auð­lindir varð­ar. Samn­ingar geta tekið nei­kvæðum breyt­ingum og póli­tískar svipt­ingar geta miklu breytt. Það er þá almenn­ings og kjör­inna full­trúa að sjá við slíku með sam­stöðu og fram­sæk­inni, félags­legri stefnu, jafn­vel þótt hug­mynda­fræði sam­starfs­fúsra póli­tískra afla sé ólík, þar með talin afstaða til aðildar að ESB.

 Ari Trausti Guðmundsson, þing­maður VG.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search