EN
PO
Search
Close this search box.

Eva Dögg tekur við þingmennsku

Deildu 

Á þingfundi í dag tók Eva Dögg Davíðsdóttir við þingmennsku af Katrínu Jakobsdóttur. Í upphafi þingfundar í dag þann 8. apríl las forseti Alþingis upp bréf frá Katrínu þar sem hún sagði af sér þingmennsku. Við þingmennskuafsal Katrínar Jakobsdóttur tekur Eva Dögg Davíðsdóttir sæti hennar á Alþingi og verður 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður en Steinunn Þóra Árnadóttir verður 2. þingmaður kjördæmisins. Eva Dögg er eins og stendur í fæðingarorlofi og tekur því René Biasone, nú fyrsti varaþingmaður VG í Reykjavíkurkjördæmi Norður, sæti í hennar stað.

Við óskum Evu Dögg til hamingju og bjóðum hana velkomna til starfa!

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search