EN
PO
Search
Close this search box.

Ferðamenn í Kópavogi bæta samfélagið !

Deildu 

Því hefur oft verið haldið fram að ferðamenn séu bestu „íbúarnir“ í hverju sveitarfélagi. Ferðamennirnir koma í heimsókn sem gestir og nýta sér fjölbreytta afþreyingu, veitingastaði, verslanir og íþróttamannvirki en nýta lítið sem ekkert aðra innviði sem íbúarnir þurfa á að halda, Ferðamenn skapa með heimsókn sinni aukna arðsemi hjá fyrirtækjum í bænum og gera það að verkum að heimamenn geta nýtt sér þjónustuna í auknu mæli, þjónustu sem annars væri kannski ekki í boði.

Nýir frábærir veitingastaðir hafa bæst við fjölda annarra veitingastaða í Kópavogi, Sky Lagoon á Kársnesinu er orðin stór segull fyrir erlenda ferðamenn, fjölmargar verslanir, skemmtilegar gönguleiðir, sundlaugar, söfn, tónleikasalur og fjölbreytt íþróttaframboð dregur að gesti sem stoppa í bænum okkar og nýta sér ýmsa aðra þjónustu á svæðinu.

Við í Vinstri Grænum viljum leggja áherslu á að fegra bæinn okkar í kringum allar þær flottu perlur sem ferðamenn heimsækja, bæta upplýsingar og markaðssetningu á þeirri þjónustu sem í boði er í bænum okkar. Við viljum ganga lengra í að gera Kópavog að stærra aðdráttarafli fyrir ferðamenn því þannig bætum við um leið lífsgæði okkar sjálfra og samfélagið sem við búum í.

GÖNGUM LENGRA með Vinstri Grænum.

Ásbjörn Björgvinsson, ferðamálafrömuður
Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search