PO
EN
Search
Close this search box.

Fjölbreytt erindi á sveitar­stjórnar­ráðstefnu

Deildu 

Velkomin á sveitarstjórnarráðstefnu VG í Gamla kaupfélaginu á Akranesi á morgun. Dagskráin er fjölbreytt og höfum við fengið til liðs við okkur frummælendur sem koma víða að. Tveir málaflokkar eru undir – umhverfismálin og heilbrigðismálin og snertifletir þeirra við sveitarstjórnarmálin.

Dagskráin er eftirfarandi:

KL. 13.00: Bjarni Jónsson formaður sveitarstjórnarráðs setur ráðstefnuna

KL. 13.00: NÝJAR ÁSKORANIR Í UMHVERFISMÁLUM

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Sæmundur Helgason stýra umræðum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur málþingið
Bjartur Steingrímsson, formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar flytur erindi um nýja umhverfisstefnu mosfellsbæjar. Farið yfir áherslur við gerð stefnunnar, tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og mikilvægi samráðs við íbúa og sérstöðu bæjarfélagsins við gerð slíkrar stefnu.
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssambands íslenskra stúdenta. Elsa er ein af skipuleggjendum Loftlagsverkfallsins, og mun hún segja frá hugmyndafræði og kröfum þess.
Inga Katrín D Magnúsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði: „Hvert förum við héðan?“ Hugleiðingar um umhverfisvernd, stefnumörkun og framtíðina
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, flytur erindið „Hugsum um heiminn – byrjum heima“. Mengun og rusl þekkir engin landamæri og getur ferðast nokkuð frjálst um langan veg. Við erum auðvitað samábyrg hér á Íslandi og það er mikilvægt að setja markið hátt. En hversu hátt?

KL. 15.00: HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Í TAKT VIÐ NÝJA TÍMA

Sóley Björk Stefánsdóttir og Ingvar Arnarson stýra umræðum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setur málþingið. Svandís mun ræða um nýja heilbrigðisstefnu og fer yfir áherslur í heilbrigðismálum til tveggja ára.
Rún Halldórsdóttir er svæfingalæknir og fyrrverandi bæjarfulltrúi VG á Akranesi. Rún flytur erindið „Hugleiðingar um heilbrigðisþjónustu og byggðastefnu“.
Gígja Gunnarsdóttir, verkaefnastjóri Heilsueflandi samfélags hjá Embætti landlæknis, flytur erindið: „Vellíðan fyrir alla í Heilsueflandi samfélagi“.
 
Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi. Sævar flytur erindið „Sýn bæjarfélags á heilsu-, hamingju og vellíðan íbúa“.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search