Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur 28. – 29. ágúst verður rafrænn

Deildu 

Vinstri græn boða rafrænan flokksráðsfund dagana 28. – 29. ágúst.  Áður hafði flokksráðsfundur verið auglýstur á Ísafirði en í ljósi stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum hefur verið ákveðið að halda fundinn á netinu.

Ríflega hundrað manns eru í flokksráði VG, en einnig eru boðaðir til fundarins hópstjórar málefnahópa og félagar í VG sem skráðir eru í hópana, enda er þessi fundur helgaður málefnavinnu sem ljúka á fyrir landsfund VG sem haldinn verður í mars á næsta ári.

Það er von okkar að sem allra flestir VG félagar sjái sér fært að mæta á þennan fyrsta rafræna stórfund hreyfingarinnar, en auk vinnu í málefnahópum verður þar skemmtileg dagskrá og spennandi ávörp forystufólks Vinstri grænna. Endurgerð dagskrá og breytt skráning verður send út frá skrifstofu VG á næstu dögum.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search