Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur hefst í dag 7. feb

Deildu 

Fyrri flokksráðsfundur VG árið 2020 verður haldinn í Félagsheimili Seltjarnarness 7. – 8. febrúar.

Fundurinn hefst klukkan 17.00 síðdegis á föstudeginum og lýkur 14.00 á laugardag.

Allir félagar í VG eru velkomnir á flokksráðsfundi.  Dagskrá er fjölbreytt en meðal efnis eru almennar umræður um stjórnmálaástandið.

Heilbrigðisþjónustan okkar, er yfirskrift á spennandi umræðum í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi fyrir hádegi á laugardag.

Rætt verður um hvert stefnir í þjónustu við almenning í landinu í heilbrigðismálum, hvar skóinn kreppir nú og hvernig þjónustunni verður best fyrir komið til framtíðar, með tillliti til jöfnuðar, skilvirkni og hagkvæmni.

Fimm sérfræðingar úr ýmsum áttum sitja í pallborði og til að ræða framtíðarsýn og stöðuna í heilbrigðismálum núna. Allt áhugafólk um heilbrigðisþjónustu er hvatt til að mæta og fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. 

Dagskrá:

Föstudagur 07. febrúar

17.00            Setning og opnunarræða varaformanns VG Guðmundar Inga Guðbrandssonar.

17.30             Ræða forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG.

18.00             Nýir málefnahópar kynntir

18:15             Aðgerðaáætlun um einelti og kynbundið ofbeldi rædd og borin upp til samþykktar.

19.30             Móttaka og kvöldmatur.

20.30            Almennar stjórnmálaumræður.

22.00            Fundarlok.

Laugardagur 8. febrúar

08.30            Morgunhressing.

09.00             Ráðherrapallborð um stærstu málin í aðdraganda kjördæmaviku.

10.30              Heilbrigðiskerfið okkar.

Hvernig eflum við heilbrigðisþjónustu í landinu öllu, bætum gæði hennar og aukum jöfnuð meðal notenda á skilvirkan og hagkvæman hátt?

Stjórnandi umræðna: Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Kjarnans

Gestir í pallborði:

Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans.

Tryggvi Þorgeirsson, lýðheilsufræðingur og læknir.

Birgir Jakobsson, fyrr. landlæknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.

Sigríður Haralds og Elínardóttir, landfræðingur, lýðheilsufræðingur og sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu.

Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

12.00              Hádegismatur.

13.00              Kosningabarátta VG í nýju sveitarfélagi á Austurlandi.

13:30              Almenn stjórmálaályktun og fundarlok

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search