PO
EN

Flokksráðsfundur VG á netinu í fyrsta sinn, í dag föstudaginn 28. ágúst. 2020 frá klukkan 17.00 – 22.00

Deildu 

Seinni flokksráðsfundur VG  á árinu 2020 verður haldinn í dag 28. ágúst.  Á annað hundrað félagar í VG eru fulltrúar í flokksráði, sem fer með æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda, en auk fulltrúanna eru boðaðir á fundinn virkir félagar í málefnahópum sem nú starfa.  Þessi stórfundur VG er haldinn á netinu til að uppfylla ítrustu sóttvarnir.  Fyrst stóð til að funda á Ísafirði, en það bíður betri tíma.

Flokksráð hefst að venju klukkan 17.00 með ræðu Guðmundar Inga Guðmundssonar, varaformanns og umhverfisráðherra. Því næst er ræða Katrínar Jakobsdóttur, formanns og forsætisráðherra. Ræðum beggja er streymt á facebook.  Þá tekur við dagskrá að vestan, sem einnig er streymt.

Flokksráðsfundurinn er helgaður stefnumótun og málefnavinnu fyrir landsfund VG á næsta ári.  Sú vinna hefur staðið yfir á fjarfundum og á ýmsum vettvangi frá því í vor.

Þetta er fyrsti stórfundur VG sem haldinn er að fullu og öllu í fjarfundi.  Frá því klukkan sex er fundurinn lokaður öðrum en skráðum fundargestum. Almennar stjórnmálaumræður fara fram um kvöldið og þá sitja ráðherrar flokksins í pallborði og bregðast við ræðum félaga fram að fundarlokum um klukkan 22.00. Stjórnstöð fjarfundarins,  starfsfólk og ráðherrar verða staddir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga meðan á flokksráðsfundi stendur.  

Allir félagar í VG eiga seturétt á fjarflokksráðsfundinum. Fulltrúar í flokksráði og virkir félagar í málefnahópum fá sjálfkrafa fundarboð, með hlekk á fjarfundinn, en aðrir þurfa að skrá sig sérstaklega gegnum heimasíðu, eða skrifstofu.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search