Search
Close this search box.

Fólkið í forgangi

Deildu 

Ekki þarf að hafa mörg orð um þá stöðu sem fram undan er í efna­hags­legu til­liti. Skjót við­brögð og sterk staða þjóðar­búsins gera það að verkum að hægara er um vik að bregðast við. Sú staða er ekki til­viljun, hún er af­leiðing pólitískra á­kvarðana um að styrkja vel­ferð og að beita ríkis­sjóði til jöfnunar og örvunar hag­kerfisins.

Ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur hefur þannig styrkt heil­brigðis­kerfið með um­fangs­miklum fjár­munum, um tugi milljarða. Þá hefur verið aukið mjög við fram­kvæmdir, en ríkis­út­gjöld hafa verið aukin um 45% frá því að Vinstri græn tóku við for­ystu í ríkis­stjórn. Þetta styrkir inn­viðina í að bregðast við því á­standi sem fram undan er.

Góð sam­staða hefur verið um þær að­gerðir sem ríkis­stjórnin hefur lagt til sem við­brögð við á­standinu. Þar hefur fókusinn fyrst og fremst verið á fólkið, með því að tryggja laun í sótt­kví og laun til þeirra sem fara tíma­bundið í minna starfs­hlut­fall úr At­vinnu­leysis­trygginga­sjóði. Við búum einnig að því að hafa hækkað upp­hæð at­vinnu­leysis­bóta á árinu 2019 með 9 milljarða króna aukningu fram­laga til At­vinnu­leysis­trygginga­sjóðs.

Al­þingi hefur nú til um­fjöllunar mál sem snúa að frekari við­brögðum. Heildar­um­fang að­gerðanna nemur að lág­marki um 230 milljörðum króna. Þar er á­herslan á að verja lífs­af­komu fólksins í landinu, að hjálpa fyrir­tækjum svo þau geti haldið fólki í vinnu og greitt laun og hins vegar með beinum stuðningi, til dæmis með sér­stakri greiðslu barna­bóta og með því að verja fólk í hluta­störfum fyrir tekju­falli. Þá er sér­stak­lega horft til þess, í þeim auknu fjár­festingum sem boðaðar hafa verið, að efla þekkingu, ný­sköpun og skapandi greinar og grænar lausnir.

Þetta er í fullu sam­ræmi við stefnu Vinstri grænna. Fólk er sett í for­gang, vel­ferðin varin og við­spyrnan verður ekki síst undir for­merkjum ný­sköpunar og grænna lausna. Við munum gera það sem þarf til að koma okkur í gegnum þessar tíma­bundnu að­stæður og til bjartari tíma.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search