Search
Close this search box.

Forsætisráðherra ávarpar ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna í Malmö í Svíþjóð síðdegis í dag.

Í ávarpi sínu fjallaði forsætisráðherra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við lífskjarasamningana og nauðsyn þess að félagslegur og efnahagslegur stöðugleiki fari saman. Þá fjallaði ráðherra sérstaklega um áskoranir tengdar loftslagsbreytingum og nauðsyn þess að stjórnvöld vinni með verkalýðshreyfingunni að aðgerðum til að berjast gegn hamfarahlýnun. Að lokum fjallaði ráðherra einnig um kynjajafnrétti á vinnumarkaði og áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á starfsumhverfi okkar allra.

Forsætisráðherra mun í fyrramálið funda með forsvarsmönnum norrænu verkalýðshreyfinganna. Ísland leiðir norrænt samstarf hreyfinganna í ár og er það Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er í forsvari fyrir hönd íslensku verkalýðshreyfingarinnar.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search