Search
Close this search box.

Forsætisráðherra vill að útgerðir taki aftur kröfur á ríkissjóð. „það er dapurlegt að sjá að á sama tíma og allir eru að leggja sitt af mörkum halda nokkrar útgerðir stefnu sinni á hendur ríkinu til streitu með kröfum sem nema meira en tíu milljörðum króna.“

Deildu 

„Ég vil segja það að hér að ég hef verið gríð­ar­lega ánægð með þá sam­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­mætt. 

En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­lega tíu millj­arða vegna mak­rílút­hlut­un­ar.“ , sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi áðan.

þegar hún flutti munn­lega skýrslu um áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins og um við­brögð stjórn­valda við þeim áhrifum á Alþingi í dag.

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að sjö útgerðir krefji íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­­arða króna auk hæstu fáan­­legu vaxta vegna fjár­­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Katrín sagði þetta ekki góða leið til að efla sam­stöðu í sam­fé­lag­inu. „Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum þetta ferða­lag sem við erum stödd í. Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefni­lega á ábyrgð okkar allra.“

Um er að ræða fyr­ir­tækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­­Þinga­­­nes hf., Loðn­­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­­stöðin hf.

Þetta sagði Katrín á facebook síðu sinni, eftir að hún flutti skýrslu sína á Alþingi.

„Mér hefur orðið tíðrætt um samstöðu og samheldni sem hafa birst í íslensku samfélagi eftir að kórónaveirufaraldurinn blossaði upp. Þessi samstaða er aðdáunarverð og mun reynast okkar mesti styrkur til að sigrast á faraldrinum. En það er dapurlegt að sjá að á sama tíma og allir eru að leggja sitt af mörkum halda nokkrar útgerðir stefnu sinni á hendur ríkinu til streitu með kröfum sem nema meira en tíu milljörðum króna. Ég tel að staða ríkisins sé sterk í þessu máli og líkt og fram kom í máli fjármálaráðherra verður sá reikningur ekki sendur á skattgreiðendur. En auðvitað er enginn bragur á öðru en þessar útgerðir láti sínar kröfur falla niður og taki þátt í þeirri samstöðu sem við þurfum á að halda til að takast á við faraldurinn, bæði afleiðingar hans fyrir heilsu fólk en einnig fyrir samfélag og efnahag. Þetta var meðal þess sem ég ræddi í skýrslu minni til Alþingis í dag.“

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search