Svæðisfélög VG á Austurlandi buðu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra til sín í gær. Auk funda með svæðisfélögunum heimsótti ráðherra Miðás sem framleiðir Brúnás innréttingar. Katrín Jakobsdóttir, kynnti sér lífræna matvælaframleiðslu í Vallanesi og heimsótti á Heilbrigðisstofnun Austurlands og bæjarskrifstofurnar. Andrés Skúlason, nýr formaður svæðisfélags Austfjarða, segir að fundurinn með svæðisfélögunum tveimur hafi tekist vel, verið góð mæting og hann sé vonandi fyrsti vísirinn að því að stórefla starf VG um allt Austurland. Á fundinum ræddi Andrés um möguleikana framundan og hvernig farið verði í þá vinnu, eitt af því sem er til skoðunar er sameining félaganna eystra.