Search
Close this search box.

Forsætisráðherra undirritar samning við FKA

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu), endurnýjuðu samstarfssamning um þróun og kynningu Jafnvægisvogarinnar í Stjórnarráðinu í dag.

Jafnvægisvogin er mælitæki sem hefur eftirlit með stöðu og þróun kynjajafnréttis í stjórnum og framkvæmdastjórnum íslenskra fyrirtækja. Með samningnum veitir forsætisráðuneytið FKA stuðning til að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi.

Samkvæmt samningnum skal FKA m.a. uppfæra Jafnvægisvogina reglulega, annast fræðslu um mikilvægi fjölbreytileika í stjórnum og stjórnendateymum og lyfta sérstaklega þeim fyrirtækjum sem náð hafa markmiðum verkefnisins með úthlutun viðurkenninga.

Samningurinn er til eins árs og gildir frá 19. júní 2020 til 19. júní 2021. Forsætisráðuneytið greiðir FKA fimm milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search