Search
Close this search box.

Forsætisráðherra veitir styrk úr Jafnréttissjóði

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, veitti styrki úr Jafnréttissjóði Íslands við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Alls hlutu 19 verkefni og rannsóknir styrki en alls bárust sjóðnum 88 umsóknir.

Forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina þar sem hún vakti athygli á mikilvægi aðgerða til að koma á jafnrétti. Hún gerði grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur undanfarið með aðgerðum stjórnvalda og nefndi lög um kynrænt sjálfræði, lengingu fæðingarorlofs, forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og breytingar á lögum um þungunarrof með það að markmiði að styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama.

Þá þakkaði forsætisráðherra þeim sem ruddu brautina:

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Á kvenréttindadaginn þökkum við þeim konum og körlum sem höfðu kjark og þor til að vinna að kerfisbreytingum sem hafa gert samfélagið okkar betra. Munum samt að við erum ekki komin að markinu, jafnrétti er ekki enn náð og við verðum öll að halda áfram að knýja fram breytingar þar sem þeirra er þörf.”

Vaka Vésteinsdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir og Hulda Sædís Bryngeirsdóttir sem áður hlutu styrk úr Jafnréttissjóði Íslands kynntu verkefni sín að úthlutun lokinni.

Markmið Jafnréttissjóðs Íslands er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti í íslensku samhengi og á alþjóðavísu. Samkvæmt ákvörðun Alþingis fékk sjóðurinn til ráðstöfunar 100 milljónir króna  á fjárlögum áranna 2016 – 2020. Styrkveitingin fyrir árið 2020 er því sú síðasta með þessu sniði.

Verkefni og rannsóknir sem hljóta styrk úr Jafnréttissjóði 2020Til baka

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search