Search
Close this search box.

Forval VG í NV-kjördæmi

Deildu 

Kjördæmisþing Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma á fjölmennum fundi í kvöld að halda forval til að velja á framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar 25. september næstkomandi.  Steinunn Rósa Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður kjördæmisráðsins og kosin var kjörstjórn til að sjá um framkvæmd og skipulag forvalsins, sem er bindandi í efstu þrjú sætin, en í samræmi við reglur hreyfingarinnar um að ekki megi halla á konur.  Vinstri græn í Norðvesturkjördæmi eru fimmta kjördæmisráð hreyfingarinnar sem velur forval, svo nú er ljóst að forval VG fer fram í ÖLLUM kjördæmum. Í fundarlok minntust Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis og aðrir fundarmenn, Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra og Alþingismanns, sem lést aðfaranótt átjánda janúar, en Svavar á sterkar rætur í kjördæminu, sem Dalamaður og úr Stafholtstungum og af Fellströnd.

Tillaga stjórnar kjördæmisráðs um undirbúning alþingiskosninga, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum.

Stjórn kjördæmisráðs gerir tillögu um að fram fari forval um FIMM efstu sæti á framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, sbr. 13. gr. laga Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Val í ÞRJÚ efstu sætin skal vera bindandi og í samræmi við forvalsreglur VG.

Stjórn kjördæmisráðs lagði til  5 manna kjörstjórn til að annast framkvæmd forvals og undirbúning þess og leggja tillögu um framboðslista fyrir kjördæmisráð. Kjörstjórn skiptir með sér verkum. 

Í kjörstjórn voru kosin.

Bjarki Þór Grönfeldt

Björg Baldursdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

Þóra Magnea Magnúsdóttir.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search