Search
Close this search box.

Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel

Deildu 

Tímabil aðgerðaráætlunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 er nú hálfnað og er tæplega helmingi aðgerða lokið og um 30% komnar vel á veg.

Í vikunni fór í loftið gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi fyrir starfsfólk sem starfar með börnum. Netnámskeiðið, sem er ein af aðgerðum áætlunarinnar, fjallar um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig bregðast skuli við ef barn greinir frá ofbeldi. Markmiðið er að tryggja það að allt starfsfólk sem vinnur með börnum taki netnámskeiðið.

Forsætisráðuneytið ber ábyrgð á eftirfylgni og heldur úti mælaborði um stöðu aðgerða í áætluninni. Þar er að finna 26 aðgerðir og er vinna hafin við þær allar, þar af telst 11 aðgerðum vera lokið og vinna við átta komin vel á veg.

Mælaborð um stöðu aðgerða

Efnisorð

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search