PO
EN

Framboðslistar í Reykjavík samþykktir

Deildu 

Katrín og Svandís leiða lista Vinstri grænna í Reykjavík

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, leiðir framboðslista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík norður og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, leiðir í Reykjavík suður. Framboðslistar Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum á félagsfundi rétt í þessu. Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður, er í öðru sæti í Reykjavík norður og Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði, í því þriðja. Í Reykjavík suður er Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og varaþingmaður VG í öðru sæti og Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, í því þriðja.

Oddvitarnir ávörpuðu fundinn:

„Við tókumst á við faraldurinn á grundvelli vísinda og félagslegra gilda, sem eru mikilvæg leiðarljós í því að efla heilbrigðiskerfið þannig að allir landsmenn fái notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. 

„Það skiptir miklu fyrir íslenskt samfélag hvaða ákvarðanir við tökum í uppbyggingunni framundan og þar þurfa vinstri-græn sjónarmið að vera leiðandi. Framundan er tími viðspyrnu þar sem við munum saman byggja upp Ísland með jöfnuð, sjálfbærni og réttlæti að leiðarljósi. Listarnir sem voru samþykktir í kvöld eru glæsilegir og baráttan framundan verður frábær!“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.

Reykjavík norður

1.     Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.

2.     Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingiskona.

3.     Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi. 

4.     René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

5.     Andrés Skúlason, verkefnastjóri.

6.     Álfheiður Ingadóttir, ritstjóri Náttúrufræðingsins.

7.     Arnar Evgení Gunnarsson, þjónn.

8.     Birna Björg Guðmundsdóttir, formaður Trans vina.

9.     Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður.

10.  Hólmfríður Sigþórsdóttir, framhaldsskólakennari.

11.  Jón M. Ívarsson, rithöfundur.

12.  Íris Andrésdóttir, grunnskólakennari.

13.  Kinan Kadoni, menningarmiðlari.

14.  Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, rithöfundur.

15.  Unnur Eggertsdóttir, leikkona.

16.  Gústav Adolf Bergmann, doktorsnemi í heimspeki.

17.  Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur.

18.  Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona.

19.  Ragnar Gauti Hauksson, samgönguverkfræðingur.

20.  Aðalheiður Björk Olgudóttir, grunnskólakennari.

21.  Steinar Harðarsson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri.

22.  Guðrún Ágústsdóttir, fyrrv. forseti borgarstjórnar.

Reykjavík suður

1.     Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

2.     Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og varaþingmaður.

3.     Daníel E. Arnarson, framkv.stj. samtakanna ´78. 

4.     Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður og söngkona.

5.     Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur hjá VR.

6.     Sveinn Rúnar Hauksson, læknir.

7.     Kristín Magnúsdóttir, mastersnemi í mannfræði.

8.     Guy Conan Stewart, grunnskólakennari.

9.     Elínrós Birta jónsdóttir, sjúkraliðanemi.

10.  Styrmir Reynisson, framhaldsskólakennari.

11.  Jónína Riedel, félagsfræðingur.

12.  Bryngeir Arnar Bryngeirsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur/gönguleiðsögumaður.

13.  Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur.

14.  Gunnar Guttormsson, vélfræðingur.

15.  Álfheiður Sigurðardóttir, skrifstofustjóri/verkefnastjóri.

16.  Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðingur.

17.  Maarit Kaipanan, viðskiptafræðingur og sérfræðingur á sviði loftslagsmála.

18.  Helgi Hrafn Ólafsson, kennari og íþróttafræðingur. 

19.  Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. 

20.  Grímur Hákonarsson, leikstjóri.

21.  Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrv. form. Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. 

22.  Kjartan Ólafsson, fyrrv. ritstjóri Þjóðviljans. 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search