Framboðslisti VG í Hafnarfirði var kynntur á félagsfundi í Norðurturni Hafnarfjarðar á föstudag, að viðstöddum Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmálaráðherra. Davíð Arnar Stefánsson, sérfræðingur á Landgræðslunni leiðir listann, sem hér fylgir í heild. Guðmundur Ingi hélt ávarp á fundinum.
1 | Davíð Arnar Stefánsson | Sérfræðingur Landgræðslunni |
2 | Ólöf Helga Adolfsdóttir | Varaformaður Eflingar |
3 | Anna Sigríður Sigurðardóttir | Framhaldsskólakennari og NPA aðstoðarkona |
4 | Árni Matthíasson | Netstjóri mbl.is |
5 | Bryndís Rós Morrison | Nemandi, stjórn SÁÁ |
6 | Finnbogi Örn Rúnarsson | Nemi, NPA verkstjórnandi og fréttamaður |
7 | Marín Helgadóttir | Starfsmaður í leikskóla |
8 | Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir | Iðjuþjálfi |
9 | Thorsteinn Lár Ragnarsson | Flotastjóri og jöklaleiðsögumaður |
10 | Sigríður Magnúsdóttir | Hjúkrunarfræðingur |
11 | Alexander Klimek | Túlkur |
12 | Björk Davíðsdóttir | Fangavörður |
13 | Sigurbergur Árnason | Arkitekt |
14 | Rannveig Traustadóttir | Prófessor emerita í fötlunarfræðum |
15 | Birna Ólafsdóttir | Sjúkraliði |
16 | Gestur Svavarsson | Hugbúnaðarráðgjafi |
17 | Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir | Þjóðfræðinemi |
18 | Árni Áskelsson | Tónlistarmaður |
19 | Svavar Benediktsson | Sagnfræðingur |
20 | Björg Jóna Sveinsdóttir | Þjónustufulltrúi |
21 | Fjölnir Sæmundsson | Formaður landssambands lögreglumanna |
22 | Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir | Aðstoðarmaður ráðherra og fyrrv. bæjarstjóri |