Search
Close this search box.

Framboðslisti í Suðurkjördæmi samþykktur

Deildu 

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Suðurnesjabæ, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Fljótshlíð í dag. Hólmfríður sagði í ræðu á fundinum að nú þyrfti að halda á lofti góðum verkum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið. Verkefnin framundan væru mörg og stór, mikilvægt væri að vinna gegn fátækt, kynbundnu ofbeldi, mismunun og atvinnuleysi í kjölfar covid. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og sérstakur gestur fundarins tók í sama streng og Hólmfríður, minnti á þriggja þrepa skattkerfi og ýmsar aðgerðir til jöfnunar sem hrint hefur verið í framkvæmd í ríkisstjórn undir forystu VG og Katrínar Jakobsdóttur. Guðmundur Ingi ræddi einnig styttingu vinnuvikunnar, lengingu fæðingarorlofs, réttlátara heilbrigðiskerfi og stór skref á vinnumarkaði. Þetta er grunnur sem við byggjum á og segir fólkinu í landinu hvert við viljum fara, sagði Guðmundur Ingi meðal annars í ræðu sinni. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftártungu er í öðru sæti listans, Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna frá Hornafirði er í þriðja sæti og Rúnar Gíslason, lögregluþjónn er nýr inn í fjórða sæti listans. Helga Tryggvadóttir, námsráðgjafi er í fimmta sæti. Ný stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis var kosin á fundinum og var Valgeir Bjarnason á Selfossi endurkjörinn formaður með lófataki.

 Listinn:

 1. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri
 2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður
 3. Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna
 4. Rúnar Gíslason, lögreglumaður
 5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi
 6. Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi
 7. Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 8. Sigurður Torfi Sigurðsson, verkefnisstjóri
 9. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur
 10. Ásgeir Rúnar Helgason, lýðheilsufræðingur
 11. Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur
 12. Þorsteinn Kristinsson, kerfisfræðingur
 13. Hörður Þórðarsson, leigubílsstjóri
 14. Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi
 15. Guðmundur Ólafsson, bóndi og vélfræðingur
 16. Kjartan Ágústsson, bóndi og kennari
 17. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður
 18. Linda Björk Kvaran, kennari og náttúrufræðingur
 19. Sæmundur Helgason, kennari og sveitarstjórnarmaður
 20. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search