Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var samþykktur á félagsfundi hreyfingarinnar í kosningamiðstöðinni í Bankastræti nú í kvöld. Þetta er níundi hreini VG listinn sem samþykktur er fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí. Fyrr á árinu var haldið forval um þrjú efstu sætin. Líf Magneudóttir, oddviti ávarpaði fundinn og það gerðu einnig Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Katrin Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra. En svona er listinn í heild. Og viðlögð er mynd af nokkrum efstu sætunum.
- Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
- Stefán Pálsson, sagnfræðingur
- Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur
- Íris Andrésdóttir, grunnskólakennari
- Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur
- Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir, sjúkraliði
- Andrés Skúlason, verkefnastjóri
- Bryngeir Arnar Bryngeirsson, forstöðumaður
- Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar
- Ástvaldur Lárusson, söluráðgjafi
- Sigrún Jóhannsdóttir, líffræðingur
- Júlíus Andri Þórðarson, háskólanemi og stuðningsfulltrúi
- Jenný Mirra Ringsted, söluráðgjafi og sjávarútvegsfræðingur
- Torfi Hjartarson, lektor HÍ
- Kristín Magnúsdóttir, háskólanemi
- Helgi Hrafn Ólafsson, íþróttafræðingur og kennari
- Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur
- Björgvin Viktor Færseth, ritari
- Riitta Anne Maarit Kaipainen, viðskiptafræðingur
- Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistamaður
- Ewelina Osmialowska, sérkennari
- Árni Tryggvason, hönnuður og sáttamiðlari
- Drífa Magnúsdóttir, öryrki
- Toshiki Toma, prestur
- Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur
- Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður
- Jóhanna Bryndís Helgadóttir, framhaldsskólakennari
- Mikael Nils Lind, tónlistarmaður og háskólakennari
- Drífa Lýðsdóttir, framhaldskólanemi
- Heimir BJörn Janusarson, garðyrkjumaður
- Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur
- Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri
- Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og söngkona
- Óli Njáll Ingólfsson, framhaldsskólakennari
- Anna Friðriksdóttir, lyfjafræðingur
- Guy Conan Stewart, kennari
- Berglind Häsler, aðstoðarmaður ráðherra
- Svavar Sigurður Guðfinnsson, vefhönnuður
- Hafþór Ragnarsson, verkefnastjóri
- Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
- Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur
- Birna Björg Guðmundsdóttir, formaður Trans vina
- Ragnar Gauti Hauksson, samgönguverkfræðingur
- Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra Vinstri grænna
- Gísli Baldvin Björnsson, teiknari FÍT
- Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur.