Framboðslisti Vinstri grænna í Borgarbyggð var samþykktur á félagsfundi í dag, sunnudag 20. mars 2022. Thelma Harðardóttir er oddviti listans. Thelma er 26 ára verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi. Hún kemur ný inn í pólitíkina en hefur tekið forystu í náttúruverndarbaráttu í sinni heimasveit, en Thelma er frá Skarðshömrum í Norðurárdal. Brynja Þorsteinsdóttir er í 2. sæti. Brynja er leiðbeinandi á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi og hefur verið varamaður í sveitarstjórn Borgarbyggðar undanfarin þrjú ár ásamt því að hafa setið í fjölda nefnda og ráða á vegum VG í Borgarbyggð. Brynja býr í Borgarnesi. Friðrik Aspelund, skógfræðingur og leiðsögumaður, er í 3. sæti. Friðrik hefur verið virkur í starfi Vinstri grænna og sveitarstjórnarmálum í Borgarbyggð um árabil. Friðrik býr á Hvanneyri. Listinn í heild er sem hér segir:
1 Thelma Dögg Harðardóttir, 26 ára, Verkefnastjóri, Skarðshömrum, Norðurárdal
2 Brynja Þorsteinsdóttir, 42 ára, Leiðbeinandi á leikskóla, Borgarnesi
3 Friðrik Aspelund, 59 ára, Skógfræðingur og leiðsögumaður, Hvanneyri
4 Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, 49 ára, Grunnskólakennari, Borgarnesi
5 Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, 27 ára, Doktorsnemi, Brekku 2, Norðurárdal
6 Lárus Elíasson, 62 ára, Verkfræðingur og skógarbóndi, Rauðsgili, Reykholtsdal
7 Ísfold Rán Grétarsdóttir, 28 ára, Háskólanemi, Borgarnesi
8 Helgi Eyleifur Þorvaldsson, 33 ára, Brautarstjóri og aðjúnkt, Lyngholti, Reykholtsdal
9 Rakel Bryndís Gísladóttir, 32 ára, Sjúkraliði, Borgarnesi
10 Guðmundur Freyr Kristbergsson, 33 ára, Ferðaþjónustubóndi, Háafelli, Hvítársíðu
11 Guðrún Hildur Þórðardóttir, 64 ára, Verkakona, Furugrund, Kleppjárnsreykjum
12 Kristberg Jónsson, 64 ára, Starfsmaður Borgarbyggðar, Litla-Holti, Stafholtstungum
13 Jónína Svavarsdóttir, 37 ára, Umsjónamaður tilrauna við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ, Hvanneyri
14 Ása Erlingsdóttir, 51 árs, Grunnskólakennari, Laufskálum 2, Stafholtstungum
15 Flemming Jessen, 76 ára, Eldri borgari, Hvanneyri
16 Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, 41 árs, Kennslustjóri, Hallveigartröð 7, Reykholti
17 Guðbrandur Brynjúlfsson, 73 ára, Bóndi, Brúarlandi 2, Mýrum
18 Ingibjörg Daníelsdóttir, 67 ára, Bóndi og kennari á eftirlaunum, Fróðastöðum, Hvítársíða