Search
Close this search box.

Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar nýjum stjórnmálahópi

Deildu 

Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnaði á fundi sínum sem var að klárast rétt í þessu í París, að ný stjórnmálahópur væri viðurkenndur. Umsókn stjórnmálahópsins hefur verið afar umdeild enda koma meðlimir hennar úr stjórnmálaflokkum sem eru öfga-hægri flokkar, þjóðernissinnar og gefa sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.

Íslensku þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðuna við að viðurkenna stjórnmálahópinn og segjast afar ánægðar með niðurstöðuna.

„Þetta sýnir að það er hægt að sporna við haturs-orðræðu og kynþáttahatri í stjórnmálum ef vilji er fyrir hendi. Þetta er frábær niðurstaða á tímum þegar vegið er stöðugt að mannréttindum,“ segir Rósa Björk og Þórhildur Sunna bætir við; „við Rósa lögðum þrotlausa vinnu í það að standa vörð um gildi Evrópuráðsins í þessu máli og sú vinna hefur nú skilað þessum mikilvæga árangri í baráttunni við hatursorðræðu. Þetta eru þingmenn öfga-hægri flokka, eins og Alternativ für Deutschland og Lega Nord sem bera enga virðingu fyrir gildum Evrópuráðsins, við gátum ekki samþykkt viðurkenningu þeirra og nú er ljóst að framkvæmdastjórnin gerir það ekki heldur. Því ber að fagna.“

Bestu kveðjur,

Rósa Björk og Þórhildur Sunna.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search