PO
EN

„Frá­veitu­mál eru afar mik­il­væg um­hverf­is­mál en auk­in hreins­un skólps dreg­ur úr meng­un vatns og sjáv­ar.“

Deildu 

Með fjár­fest­inga­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar árið 2020, sem ætlað er að auka op­in­bera fjár­fest­ingu vegna kór­ónu­veirunn­ar, er tryggður 200 millj­óna króna stuðning­ur rík­is­ins við úr­bæt­ur í frá­veitu­mál­um sveit­ar­fé­laga – á þessu ári. Unnið er að nán­ari út­færslu stuðnings­ins. Ég mun síðan leggja áherslu á að stuðning­ur rík­is­ins verði enn meiri á næstu árum.

Úttekt Um­hverf­is­stofn­un­ar frá ár­inu 2017 sýn­ir að úr­bóta er víða þörf í frá­veitu­mál­um á Íslandi. Ef til dæm­is er litið til stærri þétt­býl­isstaða á lands­byggðinni, þar sem búa fleiri en 2.000 manns, er full­nægj­andi skólp­hreins­un á 9 stöðum af 32. Í sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá því haustið 2017 var tekið fram að gera þyrfti átak í frá­veitu­mál­um í sam­starfi rík­is og sveit­ar­fé­laga – og nú er því hrint í fram­kvæmd.

Frá­veitu­mál eru afar mik­il­væg um­hverf­is­mál en auk­in hreins­un skólps dreg­ur úr meng­un vatns og sjáv­ar. Ég hef lagt ríka áherslu á að gera gangskör í þess­um mál­um. Í fyrra lét ég vinna út­tekt á upp­sprett­um örplast­meng­un­ar hér­lend­is og mér finnst mik­il­vægt að stuðning­ur­inn nýt­ist jafn­framt til að draga úr henni. Svo er líka til skoðunar hvort og þá hvernig væri hægt að nýta seyru bet­ur sem áburð t.d. í land­græðslu. Það er nú þegar gert með góðum ár­angri á nokkr­um stöðum á land­inu, t.d. á Suður­land og í Mý­vatns­sveit.

Frá­veitu­fram­kvæmd­ir eru oft um­fangs­mikl­ar og dýr­ar og í sum­um til­fell­um af þeirri stærðargráðu að úti­lokað er að smærri sveit­ar­fé­lög ráði við þær ein. Af þess­um ástæðum er stuðning­ur rík­is­ins í þess­um mála­flokki afar mik­il­væg­ur. Og um leið er hægt að efla at­vinnu­lífið með aukn­um fram­kvæmd­um, á tím­um þar sem ekki er vanþörf á.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search