PO
EN
Search
Close this search box.

Frumvarp forsætisráðherra um eignarráð á landi samþykkt á alþingi.

Deildu 

Und­ir­liggj­andi mark­mið er að auka gagnsæi í jarða og landaviðskiptum og sporna gegn óhóflegri samþjöppun lands á fárra manna hendur.

„Þetta er mál sem er ekki aðeins mikilvægt gagnvart íslensku samfélagi samtímans heldur ekki síður gagnvart komandi kynslóðum. Með þessum lögum mun skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi á Íslandi og stjórnvöld öðlast stýritæki til að stuðla að því að landnýting verði í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Lögin gefa okkur líka mikilvæg tækifæri til að sporna gegn óhóflegri samþjöppun á eignarhaldi lands sem er það sem stór hluti almennings hefur kallað eftir árum saman. Í gær fengu þingmenn frábært tækifæri til að standa með almannahagsmunum og meirihluti þeirra kaus að gera það.“ Skrifaði Katrín Jakobsdóttir rétt í þessu á facebook síðu sína.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search