Search
Close this search box.

Fyrstu íbúar Seltjarnar flytja inn í mars

Deildu 

Stefnt er að því að fyrstu íbúar nýja hjúkrunarheimilisins á Seltjarnarnesi, sem hlotið hefur nafnið Seltjörn, geti flutt þar inn um 20. mars næstkomandi. Framkvæmdum við húsnæðið er nú lokið og afhenti Seltjarnarnesbær ríkinu heimilið fullbúið til rekstrar við hátíðlega vígsluathöfn um helgina.

Mikið var um dýrðir þegar afhending heimilisins og vígsla þess fór fram að viðstöddu fjölmenni. Gestum gafst kostur á að skoða húsið sem stendur við Safnatröð, vestast á Seltjarnarnesi í nábýli við Nesstofu. Húsið er á einni hæð og skiptist í fjórar heimilislegar einingar sem hver um sig er með hjúkrunaríbúðum fyrir tíu einstaklinga. Í húsinu er sameiginlegur miðlægur þjónustukjarni og þar er gert ráð fyrir að verði rekin 25 dagdvalarrými, til viðbótar hjúkrunarrýmunum fjörutíu.

Vigdísarholt ehf. sem er hlutafélag í eigu ríkisins mun annast rekstur hjúkrunarheimilisins en félagið rekur einnig hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search