PO
EN
Search
Close this search box.

Gagnsæi er undirstaða trausts

Deildu 

Alþingi sam­þykkti í vik­unni frum­varp sem ég lagði fram í jan­úar um varnir gegn hags­muna­á­rekstr­um. Mark­mið þess er að setja skýr­ari reglur um störf þeirra starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins sem fara með æðsta vald í mál­efnum stjórn­sýsl­unn­ar. Um er að ræða ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra, skrif­stofu­stjóra og sendi­herra. Þá tekur hluti ákvæða frum­varps­ins einnig til aðstoð­ar­manna ráð­herra. Málið á rætur að rekja til stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar þar sem lögð er áhersla á góð vinnu­brögð, opna og gagn­sæja stjórn­sýslu og að kapp­kostað verði að miðla upp­lýs­ingum um ákvarð­anir og ferli sem varða hags­muni almenn­ings. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður æðstu stjórn­endum Stjórn­ar­ráðs­ins og aðstoð­ar­mönnum ráð­herra skylt að til­kynna um eignir sín­ar, skuldir og ábyrgðir hér­lendis og erlend­is, auk sömu upp­lýs­inga um maka og ólög­ráða börn á fram­færi þeirra. Sama hópi verður skylt að til­kynna til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins gjafir og önnur hlunn­indi og fríð­indi í tengslum við starfið og mun ráðu­neytið birta almenn­ingi þessar upp­lýs­ingar á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands. 

Við setn­ingu reglna af þessu tagi þarf að gæta að jafn­vægi milli þess að almenn­ingur geti nálg­ast upp­lýs­ingar um hags­muni æðstu stjórn­enda Stjórn­ar­ráðs­ins ann­ars vegar og frið­helgi einka­lífs þeirra hins veg­ar. Með hlið­sjón af síð­ar­nefnda sjón­ar­mið­inu er mælt fyrir um til­teknar und­an­tekn­ingar frá meg­in­regl­unni um að til­kynna skuli hags­muni og birta upp­lýs­ingar um það opin­ber­lega. Þannig verður ekki skylt að til­kynna um skuldir og ábyrgðir vegna íbúð­ar­hús­næðis og bif­reiðar til eigin nota, skuld­bind­ingar vegna náms­lána, minni skuld­bind­ingar við hefð­bundnar lána­stofn­anir undir 5 millj­ónum króna og gjafir undir 50.000 krónum á árs­grund­velli. Þá er ekki gert ráð fyrir að sá hluti skránna sem tekur til skrif­stofu­stjóra og sendi­herra verði birtur opin­ber­lega og sama á við um börn og ólög­ráða börn allra starfs­mann­anna. For­sæt­is­ráðu­neytið mun hins vegar halda utan um þessar upp­lýs­ing­ar, nýta þær við ráð­gjaf­ar- og eft­ir­lits­hlut­verk sitt og birta þær almenn­ingi þegar almanna­hags­munir krefj­ast þess. AUGLÝSING

Í lög­unum er enn fremur að finna reglur um auka­störf æðstu stjórn­enda í Stjórn­ar­ráð­inu og aðstoð­ar­manna ráð­herra þar sem kemur fram að störf þeirra telj­ist full störf og að meg­in­reglu sé óheim­ilt að sinna auka­störfum sam­hliða þeim. Unnt verður að sækja um und­an­þágu frá þess­ari reglu ef fyr­ir­hugað auka­starf telst til mann­úð­ar­starfa, kennslu eða fræði­starfa, vís­inda­rann­sókna, list­sköp­unar eða ann­arra til­fallandi starfa en ávallt er það skil­yrði að starfið hafi ekki áhrif á störf við­kom­andi fyrir Stjórn­ar­ráð Íslands og greiðslur telj­ist innan hóf­legra marka. For­sæt­is­ráðu­neytið afgreiðir beiðnir um und­an­þágur og birtir skrá um heimil auka­störf á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. 

Eitt af meg­in­við­fangs­efnum frum­varps­ins er að ná utan um sam­skipti hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds við svo­kall­aða hags­muna­verði. Hug­takið hags­muna­verðir nær yfir þá sem tala máli einka­að­ila gagn­vart stjórn­völdum og leit­ast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnu­skyni. Það ber að taka fram í þessu sam­hengi að almennt er sjálf­sagt að stjórn­völd taki til­lit til þarfa og vænt­inga þeirra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem ákvarð­anir stjórn­valda hafa áhrif á. Það er heldur ekki óeðli­legt að einka­að­ilar feli hags­muna­vörðum að gæta hags­muna sinna gagn­vart hinu opin­bera, hvorki almennt né í ein­stökum mál­u­m.  Gagn­sæi þarf hins vegar að ríkja um sam­skipt­in.

Rík­is­stjórnin hefur haft frum­kvæði að því að birta yfir­lit yfir fundi ráð­herra í opnum dag­bók­um. Þar kemur til dæmis fram að ég hef átt fjölda­marga fundi með hags­muna­vörðum í tíð minni sem for­sæt­is­ráð­herra. Stundum eru slík sam­skipti sjálf­krafa álitin tor­tryggi­leg en það eru þau ekki ef allt er uppi á borðum og hags­muna­að­ilar hafa ekki óeðli­leg áhrif á störf opin­berra aðila. Með nýjum reglum verður gagn­sæi í kringum þessi sam­skipti aukið til muna.  Upp­lýs­ingar um aðkomu hags­muna­varða og ann­arra einka­að­ila að samn­ingu stjórn­ar­frum­varpa skal til­greina í grein­ar­gerð með frum­vörp­um. Það er mik­il­vægt til að alþing­is­menn og allur almenn­ingur geti hæg­lega áttað sig á því þegar stjórn­ar­frum­varp er samið að til­lögu utan­að­kom­andi aðila sem getur átt hags­muna að gæta.

Þá er einnig mælt fyrir um bann við því að æðstu stjórn­endur í Stjórn­ar­ráð­inu og aðstoð­ar­menn ráð­herra noti upp­lýs­ingar sem þeir höfðu aðgang að í starfi sér eða öðrum til óeðli­legs ávinn­ings. Þá verður æðstu stjórn­endum óheim­ilt að ger­ast hags­muna­verðir í sex mán­uði eftir að störfum fyrir Stjórn­ar­ráðið lýk­ur. For­sæt­is­ráðu­neytið getur veitt und­an­þágu frá þessu banni ef lítil eða engin hætta er á hags­muna­á­rekstrum vegna nýja starfs­ins. Ef synjað er um und­an­þágu skal starfs­mað­ur­inn halda launum sínum til loka sex mán­aða tíma­bils­ins eða þar til hann tekur við öðru starfi.

Gagn­sæi er und­ir­staða trausts. Því er gríð­ar­lega mik­il­vægt að skýrar regl­ur, m.a. um skrán­ingu og með­ferð hags­muna æðstu stjórn­enda hins opin­bera, séu settar og virkt eft­ir­lit haft með fram­kvæmd þeirra. Þær eru nauð­syn­legar til að slíkt traust geti skap­ast. Við laga­smíð­ina var höfð hlið­sjón af nið­ur­stöðum inn­lendra og erlendra sér­fræð­inga, til að mynda skýrslu starfs­hóps um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu, ábend­ingum GRECO, sam­taka ríkja gegn spill­ingu og leið­bein­ingum OECD, Efna­hags- og fram­fara­stofn­unar Evr­ópu, um opin­ber heil­indi.

Ein­hverjir kynnu að ætla að það að setja skýr­ari reglur um hags­muna­skrán­ingu og aukið gagn­sæi um æðstu stjórn­endur í Stjórn­ar­ráð­inu sýni að eitt­hvað tor­tryggi­legt sé í gangi í stjórn­sýslu rík­is­ins. Ég tel þvert á móti að það sýni vilja hand­hafa opin­bers valds til að efla gagn­sæi sem er að mínu viti helsta und­ir­staða trausts og heil­inda. Ég tel að þessi lög feli í sér jákvætt skref í átt að opn­ari og vand­aðri stjórn­ar­háttum innan Stjórn­ar­ráðs­ins. Reynsla af fram­kvæmd þeirra mun enn fremur varpa ljósi á það hvort ástæða sé til að leiða í lög strang­ari reglur eða sam­bæri­legar reglur um fleiri hópa opin­berra starfs­manna, svo sem for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana. 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search