PO
EN
Search
Close this search box.

Gleðifréttir af starfssemi Ljóssins

Deildu 

Kæru vinir,

Heil­brigðisráðherra hef­ur falið Sjúkra­trygg­ing­um Íslands að gera  þjón­ustu­samn­ing við Ljósið um end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu við fólk sem greinst hef­ur með krabba­mein. Fjár­mögn­un Ljóss­ins hef­ur hingað til byggst á styrk­fram­lagi frá Vinnu­mála­stofn­un og heil­brigðisráðuneyt­inu til eins árs í senn og söfn­un­ar­fé, en með þessu breytta flæði fjármagns frá ríkinu munum við geta snúið okkur enn betur að innra starfi Ljóssins og að efla endurhæfingu krabbameinsgreindra.

„Árlega sækja á annað þúsund ein­stak­linga sér þjón­ustu hjá Ljós­inu. Því er mikið í húfi að tryggja rekstr­ar­grund­völl þess­ar­ar mik­il­vægu þjón­ustu þannig að not­end­ur og starfs­fólk búi við það lág­marks­ör­yggi sem verður að vera fyr­ir hendi í svona starf­semi,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í frétta­til­kynn­ingu sem var send fjölmiðlum í morgun.

meira á heimasíðu Ljóssins

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search