Search
Close this search box.

Góðar fréttir úr heilbrigðisráðuneyti

Deildu 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, var enn eina ferðina boðberi góðra tíðinda þegar hún kynnti lækkun komugjalda í heilsugæslunni og aukinn stuðning við ýmsa hópa sjúklinga.

Ráðherrann lét þess getið að stefnt væri að gjaldfrírri heilsugæslu á árinu 2021. Þessi vegferð hefur áður verið boðuð og má þar visa í sambærileg skref fyrir réttu ári. Sjá hér: http://ogmundur.is/greinar/2018/12/mikilvaeg-og-lofsverd-akvordun-um-komugjold

Miklu meira fé þarf að verja til heilbrigðisþjónustunnar en nú er gert og þá ekki síst til Landspítalans sem er enn í alvarlegri fjárþröng eftir hallarekstur allt frá aldamótum og síðan mjög alvarlegt högg í kjölfar hrunsims. Ríkisstjórn og Alþingi hafa þar ekki axlað sína ábyrgð og gera ekki enn.

Hvað heilbrigðisráðherrann, Svandísi Svavarsdóttur, áhrærir, en hún er ábyrg fyrir skipulagi þjónustunnar innan þess fjárhagsramma sem ríkisstjórn og Alþingi skammtar, þá verður ekki annað sagt en að kúrsinn sé réttur.
Það er þakkarvert!

Ég hvet lesendur til að kynna sér þær ráðstafnair sem ráðherra gerði grein fyrir .

Ögmundur Jónasson.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search