Search
Close this search box.

Græn skref í rétta átt

Deildu 

Fáar at­vinnu­grein­ar á Íslandi eru jafn út­sett­ar fyr­ir lofts­lags­breyt­ing­um og sjáv­ar­út­veg­ur. Nytja­stofn­ar okk­ar eru háðir til­tekn­um breyt­um í haf­inu, þar á meðal hita­stigi, seltu, líf­ríki, nær­ing­ar­ástandi og sýru­stigi. All­ar þess­ar breyt­ur geta orðið fyr­ir áhrif­um af lofts­lags­breyt­ing­um. Áhrif­in geta orðið þau að nytja­stofn­ar færa sig um set, stækka eða minnka í okk­ar lög­sögu. Þannig geta áhrif lofts­lags­breyt­inga á þenn­an burðarás í ís­lensku at­vinnu­lífi orðið af­ger­andi. Við vit­um þó of lítið um hvenær og hver þessi áhrif verða.

Sí­vax­andi metnaður í lofts­lags­mál­um

Því er það ekki furða að ég finn sí­vax­andi metnað og áhuga hjá sjáv­ar­út­veg­in­um að stíga stærri skref í átt til orku­skipta í sjáv­ar­út­vegi. Tækn­inni fleyg­ir fram og bara á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt embætti mat­vælaráðherra hef­ur mikið gerst. En leiðin er löng og við sjá­um ekki til lands. Tækn­in sem mun gera okk­ur kleift að skipta al­farið um orku­gjafa er ekki nægj­an­lega langt kom­in. En það þýðir ekki að við get­um leyft okk­ur að gera ekki neitt. Við þurf­um að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur, stíga öll skref­in, stór og smá. Verk­efnið er of stórt til að bíða eft­ir einni lausn.

Í þess­um anda hef ég lagt fram á Alþingi þrjú mál sem snúa að orku­skipt­um í sjáv­ar­út­vegi. Von­andi fæ ég tæki­færi til að mæla fyr­ir þeim sem fyrst þannig að þing­leg meðferð geti haf­ist. Hið fyrsta snýr að því að leyfa stærri skip sem nýta sér end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í krókafla­marks­kerf­inu. Annað málið snýr að því að fella á brott úr lög­um úr­elt ákvæði um afl­vísa sem eru orðin hraðahindr­un á notk­un á spar­neytn­ari vél­um. Hið þriðja snýst um að skapa hvata til raf­væðing­ar smá­báta. Ekk­ert þess­ara mála leys­ir þá stóru áskor­un sem felst í orku­skipt­um í sjáv­ar­út­vegi. En þau eru öll skref í rétta átt.

Lofts­lags­mál eru verk­efni allra

Sumt í sjáv­ar­út­vegi hef­ur reynst vera þrætu­mál á vett­vangi stjórn­mál­anna. Ég hef þá trú að mál­efni sem snúa að lofts­lags­mál­um falli ekki í þá gryfju. Til þess eru þau ein­fald­lega of mik­il­væg. Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur dregið úr ol­íu­notk­un um 45% frá ár­inu 2005. Stjórn­völd og Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa stefnt að 50% sam­drætti fram til árs­ins 2030. Þannig er stefnt að meiri ár­angri á næstu átta árum en síðustu 18 ár. Til að það gangi eft­ir þarf að fara sam­an ein­beitt vinna út­gerðanna og vilji stjórn­valda til að ryðja hindr­un­um úr vegi. Það tel ég að muni tak­ast, enda verður sam­keppn­is­hæfni sjáv­ar­út­vegs til lengri tíma háð því að lofts­lags­mál séu í önd­vegi.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search