Search
Close this search box.

Græn utanríkisstefna – til framtíðar

Rósa Björk

Deildu 

Loft­lags­málin og umhverf­is­málin hafa skipað æ mik­il­væg­ari sess í stjórn­málum víða um heim, enda um alþjóð­legt verk­efni að ræða þegar kemur að því að sporna við hröðum lofts­lags­breyt­ingum og áhrifum þeirra. Alþjóða­sam­starf, þ.m.t. þró­un­ar­sam­vinna, gegnir enda algjöru lyk­il­hlut­verki í umhverf­is­mál­um. Þess vegna hef ég lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um nýja, græna utan­rík­is­stefnu Íslands sem 5 þing­menn utan­rík­is­mála­nefndar úr 5 þing­flokkum eru með­flutn­ings­menn á. Í til­lög­unni er aukin áhersla lögð á aðgerðir til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum og á mál­flutn­ing á því sviði á alþjóða­vísu auk þess sem grænar áherslur verði lagðar til grund­vallar í ólíkum þáttum utan­rík­is­stefn­unn­ar.

Hver er þörfin á grænni utan­rík­is­stefnu ?

Það er ljóst að grípa þarf til rót­tækra kerf­is­breyt­inga til þess að vinna gegn enn verri afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum eins og hlýnun jarð­ar, öfgum í veð­ur­fari, nei­kvæðum áhrifum á gróð­ur­far og líf­ríki, súrnun sjávar og hækk­andi sjáv­ar­stöð­u.  Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loft­lags. 

Umhverf­is­málin teygja anga sína víða, enda tengj­ast þau beint og óbeint fjöl­breyttum sam­fé­lags­legum mál­efnum á borð við alþjóða­sam­vinnu, örygg­is­mál og stríðs­á­tök, efna­hag og alþjóða­við­skipti, sam­göng­ur, fólks­flutn­inga, jöfnuð og kynja­jafn­rétti. Lofts­lags­breyt­ingar eru líka orðin ein helsta ógn við mann­rétt­indi í heim­inum líkt og mann­rétt­inda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, Michelle Bachel­et, hefur lýst yfir. Það er mat Sam­ein­uðu þjóð­anna að um 40% borg­ara­styrj­alda í heim­inum síð­ustu sex­tíu árin megi rekja til hnign­unar umhverfis (e. environ­mental degradation). AUGLÝSING

Í ljósi umfangs og mik­il­vægi umhverf­is­mála á alþjóða­vísu er brýn nauð­syn á styrku alþjóða­sam­starfi og alþjóða­sam­vinnu í lofts­lags­mál­um, sem bara á eftir að aukast. Þess vegna þarf öll stefnu­mörkun á vegum íslenska rík­is­ins að bera þess merki og þar er utan­rík­is­stefna Íslands ekki und­an­þeg­in. Einn veiga­mesti þátt­ur­inn í utan­rík­is­stefnu Íslands á að vera sá að stuðla að því að setja umhverf­is­mál í for­gang. Í því sam­hengi getur Ísland leikið mik­il­vægt hlut­verk því þrátt fyrir smæð­ina getur Ísland haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála á alþjóða­vett­vangi, eins og sann­að­ist til að mynda með eft­ir­tekt­ar­verðri fram­göngu okkar í Mann­réttinda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Alþjóð­leg miðlun á jarð­varma­tækni og eft­ir­spurn eftir grænum lausnum 

Aukin áhersla á græn mál­efni í utan­rík­is­stefnu Íslands hefði jákvæð áhrif og gæti til að mynda orðið til enn frek­ari miðl­unar á þekk­ingu sem er til staðar hér­lendis á notkun jarð­varma. Sú þekk­ing getur skipt sköpum fyrir mögu­leika ann­arra þjóða til að axla ábyrgð á orku­skiptum úr jarð­efna­elds­neyti og kolum yfir í umhverf­is­vænni val­kosti eins og jarð­varma. Og sömu­leiðis mætti ætla að eft­ir­spurn eftir grænum lausnum víða um heim hvetti til enn frek­ari nýsköp­unar á sviði grænna lausna hér­lendis með til­heyr­andi jákvæðum áhrifum á umhverfi, efna­hag og sam­fé­lag. Slíkt væri í anda alþjóða­skuld­bind­inga Íslands sam­kvæmt ramma­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar og Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Græn utan­rík­is­stefna að nor­rænni fyr­ir­mynd

Norð­ur­löndin hafa gert sig mjög gild­andi á alþjóða­vett­vangi í umhverf­is- og lofts­lags­málum í sínum utan­rík­is­stefnum og í þings­á­lykt­un­inni er gert ráð fyrir því að litið verði til Norð­ur­land­anna og utan­rík­is­stefnu þeirra við útfærslu á grænni utan­rík­is­stefnu. T.d. kynnti danska utan­rík­is­ráðu­neytið verk­efni til þess að koma á fram­færi dönskum lausnum í lofts­lags­málum og aðgerðum til að auka sjálf­bærni undir lok síð­asta árs. Auk þess hyggst rík­is­stjórn Dan­merkur leggja áherslu á græn verk­efni í þró­un­ar­sam­vinnu líkt og fram kom í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórnar lands­ins fyrir árið 2020 þar sem veittar voru um 600 millj­ónir danskra króna til mála­flokks­ins. Í þró­un­ar­sam­vinnu­stefnu sænskra yfir­valda er m.a. lögð áhersla á umhverf­is­lega sjálf­bærni; sjálf­bærni lofts­lags, sjávar og vatns­bóla og sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auð­linda og stór hluti þró­un­ar­sam­vinnu­stefnu Finn­lands er til­eink­aður lofts­lags­málum í þró­un­ar­ríkj­um, bæði í gegnum sjóði sem og tví­hliða þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni.

Sex aðgerðir grænnar utan­rík­is­stefnu 

Við mótun grænnar utan­rík­is­stefnu Íslands yrði ráð­ist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norð­ur­land­anna í þessum mála­flokki. Þær yrðu eft­ir­far­and­i; 

  1. Skip­aður verði sendi­herra lofts­lags­mála sem sam­hæfi stefnu og skila­boð Íslands erlendis um lofts­lags­mál, hafi yfir­um­sjón með upp­lýs­inga­gjöf og sam­hæf­ing­ar­hlut­verk innan stjórn­ar­ráðs­ins um fram­kvæmd íslenskra stjórn­valda á aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ingum á alþjóða­vett­vangi.
  2. Sér­stök sendi­ráð Íslands verði útnefnd græn sendi­ráð þar sem meg­in­á­herslur og verk­efni við­kom­andi sendi­herra og sendi­ráða verði á sviði lofts­lags- og umhverf­is­mála.
  3. Stofnuð verði sér­stök umhverf­is- og lofts­lags­skrif­stofa í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og henni tryggður mann­afli og fjár­mun­ir. Skrif­stof­unni verði falið að efla alþjóð­lega sam­vinnu um lofts­lags­mál ásamt upp­lýs­inga­gjöf, bæði á alþjóða­vett­vangi sem og innan lands, um lofts­lags­mál og starfa með öðrum ráðu­neytum að fram­kvæmd alþjóð­legra aðgerða Íslands í lofts­lags­mál­um.
  4. Stefna um græna frí­verslun og alþjóða­við­skipti verði mörkuð og skýrð og ávallt hugsuð og unnin út frá lofts­lags­mark­miðum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Meiri áhersla verði lögð á umhverf­is­mál við gerð frí­versl­un­ar­samn­inga.
  5. Stefna Íslands í þró­un­ar­sam­vinnu verði skipu­lögð og skýrð út frá lofts­lags­mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna og sem hluti af aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­mál­um. Fjár­fram­lög til Umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna verði aukin og alþjóð­leg og tví­hliða sam­vinna verði efld innan græna hag­kerf­is­ins með aðstoð eða aðkomu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.
  6. Stefna í ein­stökum þáttum alþjóða­starfs, á borð við norð­ur­slóða­stefnu Íslands og stefnu í mál­efnum hafs­ins, verði reglu­bundið upp­færð með til­liti til alvar­legrar stöðu í lofts­lags­málum sem bregð­ast þarf hratt við. 

Aðgerðir til að sporna við hröðum lofts­lags­breyt­ingum verða að vera skýr­ar, afdrátt­ar­lausar og mark­vissar og því þurfum við að fara í stefnu­mótun á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Alþjóða­sam­vinna og utan­rík­is­stefna getur leikið þar lyk­il­hlut­verk. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir er vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþingis og þing­maður Vinstri grænna.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search